Bergur Ingi: Eigum ágætis möguleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 18:15 Bergur Ingi stefnir á Ólympíuleikana í London árið 2012 Mynd/Anton Íslenska liðið lenti í 4. sæti í keppninni á síðasta ári en þá vantaði lykilmenn í liðið. Í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að lið Íslands sé sterkara nú auk þess sem heimavöllurinn vegi þungt. Möguleikar Íslands á því að komast upp um deild séu því ágætir. Undir þetta tekur sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson en sleggjukast er fyrsta keppnisgrein laugardagsins. Auk hans verða Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu. „Mér sýnist vera ágætis möguleikar að komast upp um deild. En það þurfa virkilega allir að standa sig til þess að það gerist," segir Bergur Ingi. Bergur Ingi sem greindist með brjósklos í vetur hóf æfingar á nýjan leik fyrir skömmu. Hann segist hafa náð ágætis undirbúningstímabili í vetur en svo hafi allt hrunið. Nú sé hann allur að koma til og eigi að geta náð a.m.k. fjórða sæti. „Ég yrði virkilega ánægður ef ég myndi kasta 68 metra. Þá er ég á réttri leið. Þá lítur árið vel út." Bergur Ingi segir sérstaklega spennandi að fylgjast með Óðni Birni um helgina því nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Óðinn kasti kúlunni yfir 20 metra. Þá sé Kristinn Torfason langstökkvari til alls líklegur. Von er á um 400 keppendum til landsins auk þjálfara og aðstoðarfólks. Þá koma á annað hundrað manns að mótinu í sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Keppni hefst báða dagana klukkan 10 með stangarstökki og sleggjukasti en klukkan 12 á hlaupabrautinni. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Evrópukeppninnar. Innlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
Íslenska liðið lenti í 4. sæti í keppninni á síðasta ári en þá vantaði lykilmenn í liðið. Í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að lið Íslands sé sterkara nú auk þess sem heimavöllurinn vegi þungt. Möguleikar Íslands á því að komast upp um deild séu því ágætir. Undir þetta tekur sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson en sleggjukast er fyrsta keppnisgrein laugardagsins. Auk hans verða Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu. „Mér sýnist vera ágætis möguleikar að komast upp um deild. En það þurfa virkilega allir að standa sig til þess að það gerist," segir Bergur Ingi. Bergur Ingi sem greindist með brjósklos í vetur hóf æfingar á nýjan leik fyrir skömmu. Hann segist hafa náð ágætis undirbúningstímabili í vetur en svo hafi allt hrunið. Nú sé hann allur að koma til og eigi að geta náð a.m.k. fjórða sæti. „Ég yrði virkilega ánægður ef ég myndi kasta 68 metra. Þá er ég á réttri leið. Þá lítur árið vel út." Bergur Ingi segir sérstaklega spennandi að fylgjast með Óðni Birni um helgina því nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Óðinn kasti kúlunni yfir 20 metra. Þá sé Kristinn Torfason langstökkvari til alls líklegur. Von er á um 400 keppendum til landsins auk þjálfara og aðstoðarfólks. Þá koma á annað hundrað manns að mótinu í sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Keppni hefst báða dagana klukkan 10 með stangarstökki og sleggjukasti en klukkan 12 á hlaupabrautinni. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Evrópukeppninnar.
Innlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira