Rory McIlroy í metabækurnar eftir frábæran hring Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. júní 2011 17:44 Rory McIlroy fagnar hér erninum sem hann fékk á 8. braut í dag. Kylfusveinn Dustin Johnson sýnir högginu áhuga en fagnar ekki. AFP Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum.Staðan á mótinu. Mesti munur eftir 36 holur á þessu móti er 6 högg en það á Tiger Woods frá árinu 2000 á Pebble Beach. Hann stóð uppi sem sigurvegari á því móti og vann það með 15 högga mun sem er met á einu af stórmótunum fjórum. Ef litið er yfir öll stórmótin fjögur þá hefur munurinn verið mestur 9 högg að loknum 36 holum Henry Cotton gerði það á Sandwich á opna breska meistaramótinu árið 1934. McIlroy átti frábært högg á 8. braut þar sem hann sló boltann ofaní af um 100 metra færi fyrir erni en annað höggið fór ofaní holuna. Graeme McDowell sem er einnig frá Norður-Írlandi hefur titil að verja á mótinu. McIlroy er nokkrum mánuðum yngri en Jack Nicklaus var þegar hann sigraði í fyrsta sinn á stórmóti árið 1962. Ef McIlroy nær að halda höfði á síðustu tveimur keppnisdögunum og landa sigri þá yrði hann sá yngsti sem vinnur þetta mót frá því að Bobby Jones sigraði sem áhugamaður árið 1923. McIlroy hefur áður verið í svipaðri stöðu en hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Mastersmótinu í apríl á þessu ári. Hann glutraði því niður á lokahringnum sem hann lék á 80 höggum og þegar uppi var staðið var hann 10 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Shcwartzel frá Suður-Afríku. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum.Staðan á mótinu. Mesti munur eftir 36 holur á þessu móti er 6 högg en það á Tiger Woods frá árinu 2000 á Pebble Beach. Hann stóð uppi sem sigurvegari á því móti og vann það með 15 högga mun sem er met á einu af stórmótunum fjórum. Ef litið er yfir öll stórmótin fjögur þá hefur munurinn verið mestur 9 högg að loknum 36 holum Henry Cotton gerði það á Sandwich á opna breska meistaramótinu árið 1934. McIlroy átti frábært högg á 8. braut þar sem hann sló boltann ofaní af um 100 metra færi fyrir erni en annað höggið fór ofaní holuna. Graeme McDowell sem er einnig frá Norður-Írlandi hefur titil að verja á mótinu. McIlroy er nokkrum mánuðum yngri en Jack Nicklaus var þegar hann sigraði í fyrsta sinn á stórmóti árið 1962. Ef McIlroy nær að halda höfði á síðustu tveimur keppnisdögunum og landa sigri þá yrði hann sá yngsti sem vinnur þetta mót frá því að Bobby Jones sigraði sem áhugamaður árið 1923. McIlroy hefur áður verið í svipaðri stöðu en hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Mastersmótinu í apríl á þessu ári. Hann glutraði því niður á lokahringnum sem hann lék á 80 höggum og þegar uppi var staðið var hann 10 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Shcwartzel frá Suður-Afríku.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira