Rory McIlroy í metabækurnar eftir frábæran hring Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. júní 2011 17:44 Rory McIlroy fagnar hér erninum sem hann fékk á 8. braut í dag. Kylfusveinn Dustin Johnson sýnir högginu áhuga en fagnar ekki. AFP Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum.Staðan á mótinu. Mesti munur eftir 36 holur á þessu móti er 6 högg en það á Tiger Woods frá árinu 2000 á Pebble Beach. Hann stóð uppi sem sigurvegari á því móti og vann það með 15 högga mun sem er met á einu af stórmótunum fjórum. Ef litið er yfir öll stórmótin fjögur þá hefur munurinn verið mestur 9 högg að loknum 36 holum Henry Cotton gerði það á Sandwich á opna breska meistaramótinu árið 1934. McIlroy átti frábært högg á 8. braut þar sem hann sló boltann ofaní af um 100 metra færi fyrir erni en annað höggið fór ofaní holuna. Graeme McDowell sem er einnig frá Norður-Írlandi hefur titil að verja á mótinu. McIlroy er nokkrum mánuðum yngri en Jack Nicklaus var þegar hann sigraði í fyrsta sinn á stórmóti árið 1962. Ef McIlroy nær að halda höfði á síðustu tveimur keppnisdögunum og landa sigri þá yrði hann sá yngsti sem vinnur þetta mót frá því að Bobby Jones sigraði sem áhugamaður árið 1923. McIlroy hefur áður verið í svipaðri stöðu en hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Mastersmótinu í apríl á þessu ári. Hann glutraði því niður á lokahringnum sem hann lék á 80 höggum og þegar uppi var staðið var hann 10 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Shcwartzel frá Suður-Afríku. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum.Staðan á mótinu. Mesti munur eftir 36 holur á þessu móti er 6 högg en það á Tiger Woods frá árinu 2000 á Pebble Beach. Hann stóð uppi sem sigurvegari á því móti og vann það með 15 högga mun sem er met á einu af stórmótunum fjórum. Ef litið er yfir öll stórmótin fjögur þá hefur munurinn verið mestur 9 högg að loknum 36 holum Henry Cotton gerði það á Sandwich á opna breska meistaramótinu árið 1934. McIlroy átti frábært högg á 8. braut þar sem hann sló boltann ofaní af um 100 metra færi fyrir erni en annað höggið fór ofaní holuna. Graeme McDowell sem er einnig frá Norður-Írlandi hefur titil að verja á mótinu. McIlroy er nokkrum mánuðum yngri en Jack Nicklaus var þegar hann sigraði í fyrsta sinn á stórmóti árið 1962. Ef McIlroy nær að halda höfði á síðustu tveimur keppnisdögunum og landa sigri þá yrði hann sá yngsti sem vinnur þetta mót frá því að Bobby Jones sigraði sem áhugamaður árið 1923. McIlroy hefur áður verið í svipaðri stöðu en hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Mastersmótinu í apríl á þessu ári. Hann glutraði því niður á lokahringnum sem hann lék á 80 höggum og þegar uppi var staðið var hann 10 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Shcwartzel frá Suður-Afríku.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira