Ísland í fimmta sæti að loknum fyrsta degi - Kristinn bætti sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2011 16:30 Ásdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti í dag Mynd/Heimasíða ÍR Ísland er í 5. sæti að loknum fyrri degi í 3. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum. Ísland hefur hlotið 215,5 stig en Ísrael leiðir keppnina með 254 stig. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir árangur íslensku keppendanna á mótinu í dag. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti í langstökki með stökki upp á 7,78 metra sem um leið er lengsta sökk Kristins á ferlinum. Vardan Pahlevanyan stökk lengst 7,90 metra. Kári Steinn Karlsson náði þriðja sæti í 5000 metra hlaupi. Kári hljóp á tímanum 14:29,49. Hann var tæpum 25 sekúndum á eftir Moeges Tesseme frá Ísrael sem varð fyrstur. Fyrr í dag sigraði Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti. Þá náðu Björgvin Víkingsson, Bergur Ingi Pétursson, Fjóla Signý Hannesdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson þriðja sæti í sínum greinum. Enn hafa ekki borist staðfest úrslit úr boðhlaupum í karla- og kvennaflokki. Hægt er að sjá öll úrslit dagsins með því að smella hér. Árangur íslensku keppendanna má sjá í samantekt hér að neðan. Árangur íslensku keppendanna á laugardeginumÁsdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti kvenna í Evrópubikarnum á Laugardalsvelli. Sigurkast Ásdísar var 55,18 metrar og hafði hún nokkra yfirburði. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti í hástökki með stökki upp á 7,78 metra sem um leið er lengsta sökk Kristins á ferlinum. Vardan Pahlevanyan stökk lengst 7,90 metra. Kári Steinn Karlsson náði þriðja sæti í 5000 metra hlaupi. Kári hljóp á tímanum 14:29,49. Hann var tæpum 25 sekúndum á eftir Moeges Tesseme frá Ísrael sem varð fyrstur. Björgvin Víkingsson varð í þriðja sæti af í 400 metra grindahlaupi karla. Björgvin hljóp á 52,96 sekúndum. Sigurvegari varð Ibrahim Ahmadov frá Aserbaídsjan á 52,31 sekúndum. Bergur Ingi Pétursson varð þriðji í sleggjukasti. Bergur Ingi kastaði 66,79 metra í þriðja kasti sínu. Dzmitry Marshin frá Aserbaídsjan kastaði lengst, 71,10 metra. Keppni í sleggjukasti fór fram í Kaplakrika þar sem kasthringurinn á Laugardalsvelli uppfyllti ekki öryggiskröfur. Fjóla Signý Hannesdóttir varð þriðja sæti í 400 metra hlaupi kvenna. Fjóla hljóp á 57,52 sekúndum. Sigurvegari varð Amalia Sharyoan frá Armeníu á tímanum 54,98 sekúndum. Stefanía Valdimarsdóttir varð í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi kvenna. Stefanía hljóp á 63,31 sekúndum. Amalia Sharoyan frá Armeníu sigraði á 60,40 sekúndum. Arndís Ýr Hafþórsdóttir lenti í 9. sæti í 3000 metra hlaupi kvenna. Arndís hljóp á 10:22,85 en Sladjana Perunovic frá Svartfjallalandi sigraði á 09:34,24. Ragnheiður Anna Þórsdóttir lenti í 8. sæti í kringlukasti kvenna. Hún kastaði 38,29 metra. Sigurkast Nataliu Artic frá Moldóvíu var 51,21 metra langt. Hreinn Heiðar Jóhannsson varð í níunda sæti í hástökki karla. Hreinn stökk 1,95 metra en sigurvegarinn Dmitriy Kroyter stökk 2,18 metra. Ólafur Konráð Albertsson varð áttundi í 1500 metra hlaupi karla. Ólafur hljóp á 03:57,65 og var rúmum sjö sekúndum á eftir Ion Luchianov frá Moldóvu sem sigraði. Trausti Stefánsson lenti í fimmta sæti í 400 metra hlaupi karla. Trausti hljóp á 49,15 sekúndum en sigurvegarinn Hakim Ibrahimov frá Aserbaídsjan hljóp á 47,76 sekúndum. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi karla. Óðinn kastaði 18.75 metra sem er nokkuð frá hans besta. Ivan Emilianov frá Moldavíu kastaði lengst, 19,41 metra. Dóróthea Jóhannesdóttir lenti í áttunda sæti í þrístökki kvenna. Dóróthea stökk 11,40 metra en sigurvegari varð Tatiana Cicanci frá Moldóvíu með 11,98 metra stökk. María Kristín Gröndal varð í sjöunda sæti í 3000 metra hindrunarhlaupi kvenna. María hljóp á tímanum 11:54,90 en Gezashign Safarova frá Aserbaídsjan var fljótust á 10:01,49. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í fimmta sæti í 100 metra hlaupi kvenna á tímanum 12,10 sekúndum. Hún var nálægt sínum besta tíma 12,09 sekúndum frá því á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. Ramona Papaioannou frá Kýpur varð fyrst á 11,88 sekúndum. Þá varð Sveinn Elías Elíasson í áttunda sæti í 100 metra hlaupi karla á tímanum 10,94 sekúndum. Sigurvegari varð Ruslan Abbasov frá Aserbaídsjan á 10,22 sekúndum. Arna Ýr Jónsdóttir varð í sjötta sæti í stangarstökki kvenna. Hún stökk 3,00 metra en hún á best 3,20. Björg Gunnarsdóttir varð í 7. sæti í 800 metra hlaupi kvenna. Björg hljóp á tímanum 02:17,64. Elena Popescu frá Moldóvu hljóp hraðast á 02:10,09. Innlendar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Ísland er í 5. sæti að loknum fyrri degi í 3. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum. Ísland hefur hlotið 215,5 stig en Ísrael leiðir keppnina með 254 stig. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir árangur íslensku keppendanna á mótinu í dag. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti í langstökki með stökki upp á 7,78 metra sem um leið er lengsta sökk Kristins á ferlinum. Vardan Pahlevanyan stökk lengst 7,90 metra. Kári Steinn Karlsson náði þriðja sæti í 5000 metra hlaupi. Kári hljóp á tímanum 14:29,49. Hann var tæpum 25 sekúndum á eftir Moeges Tesseme frá Ísrael sem varð fyrstur. Fyrr í dag sigraði Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti. Þá náðu Björgvin Víkingsson, Bergur Ingi Pétursson, Fjóla Signý Hannesdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson þriðja sæti í sínum greinum. Enn hafa ekki borist staðfest úrslit úr boðhlaupum í karla- og kvennaflokki. Hægt er að sjá öll úrslit dagsins með því að smella hér. Árangur íslensku keppendanna má sjá í samantekt hér að neðan. Árangur íslensku keppendanna á laugardeginumÁsdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti kvenna í Evrópubikarnum á Laugardalsvelli. Sigurkast Ásdísar var 55,18 metrar og hafði hún nokkra yfirburði. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti í hástökki með stökki upp á 7,78 metra sem um leið er lengsta sökk Kristins á ferlinum. Vardan Pahlevanyan stökk lengst 7,90 metra. Kári Steinn Karlsson náði þriðja sæti í 5000 metra hlaupi. Kári hljóp á tímanum 14:29,49. Hann var tæpum 25 sekúndum á eftir Moeges Tesseme frá Ísrael sem varð fyrstur. Björgvin Víkingsson varð í þriðja sæti af í 400 metra grindahlaupi karla. Björgvin hljóp á 52,96 sekúndum. Sigurvegari varð Ibrahim Ahmadov frá Aserbaídsjan á 52,31 sekúndum. Bergur Ingi Pétursson varð þriðji í sleggjukasti. Bergur Ingi kastaði 66,79 metra í þriðja kasti sínu. Dzmitry Marshin frá Aserbaídsjan kastaði lengst, 71,10 metra. Keppni í sleggjukasti fór fram í Kaplakrika þar sem kasthringurinn á Laugardalsvelli uppfyllti ekki öryggiskröfur. Fjóla Signý Hannesdóttir varð þriðja sæti í 400 metra hlaupi kvenna. Fjóla hljóp á 57,52 sekúndum. Sigurvegari varð Amalia Sharyoan frá Armeníu á tímanum 54,98 sekúndum. Stefanía Valdimarsdóttir varð í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi kvenna. Stefanía hljóp á 63,31 sekúndum. Amalia Sharoyan frá Armeníu sigraði á 60,40 sekúndum. Arndís Ýr Hafþórsdóttir lenti í 9. sæti í 3000 metra hlaupi kvenna. Arndís hljóp á 10:22,85 en Sladjana Perunovic frá Svartfjallalandi sigraði á 09:34,24. Ragnheiður Anna Þórsdóttir lenti í 8. sæti í kringlukasti kvenna. Hún kastaði 38,29 metra. Sigurkast Nataliu Artic frá Moldóvíu var 51,21 metra langt. Hreinn Heiðar Jóhannsson varð í níunda sæti í hástökki karla. Hreinn stökk 1,95 metra en sigurvegarinn Dmitriy Kroyter stökk 2,18 metra. Ólafur Konráð Albertsson varð áttundi í 1500 metra hlaupi karla. Ólafur hljóp á 03:57,65 og var rúmum sjö sekúndum á eftir Ion Luchianov frá Moldóvu sem sigraði. Trausti Stefánsson lenti í fimmta sæti í 400 metra hlaupi karla. Trausti hljóp á 49,15 sekúndum en sigurvegarinn Hakim Ibrahimov frá Aserbaídsjan hljóp á 47,76 sekúndum. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi karla. Óðinn kastaði 18.75 metra sem er nokkuð frá hans besta. Ivan Emilianov frá Moldavíu kastaði lengst, 19,41 metra. Dóróthea Jóhannesdóttir lenti í áttunda sæti í þrístökki kvenna. Dóróthea stökk 11,40 metra en sigurvegari varð Tatiana Cicanci frá Moldóvíu með 11,98 metra stökk. María Kristín Gröndal varð í sjöunda sæti í 3000 metra hindrunarhlaupi kvenna. María hljóp á tímanum 11:54,90 en Gezashign Safarova frá Aserbaídsjan var fljótust á 10:01,49. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í fimmta sæti í 100 metra hlaupi kvenna á tímanum 12,10 sekúndum. Hún var nálægt sínum besta tíma 12,09 sekúndum frá því á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. Ramona Papaioannou frá Kýpur varð fyrst á 11,88 sekúndum. Þá varð Sveinn Elías Elíasson í áttunda sæti í 100 metra hlaupi karla á tímanum 10,94 sekúndum. Sigurvegari varð Ruslan Abbasov frá Aserbaídsjan á 10,22 sekúndum. Arna Ýr Jónsdóttir varð í sjötta sæti í stangarstökki kvenna. Hún stökk 3,00 metra en hún á best 3,20. Björg Gunnarsdóttir varð í 7. sæti í 800 metra hlaupi kvenna. Björg hljóp á tímanum 02:17,64. Elena Popescu frá Moldóvu hljóp hraðast á 02:10,09.
Innlendar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira