Júdómaðurinn Þormóður Jónsson varð í sjöunda sæti á Heimsbikarmóti í Búkarest um helgina í +100 kg flokki en þangað fór hann strax að loknum Smáþjóðaleikunum ásamt Hermanni Unnarssyni sem keppti í -81 kg flokki.
Þormóður sat hjá í fyrstu umferð en mætti Kyrylo Biletsky frá Úkraníu í annari umferð en hann tapaði fyrir honum í Hamborg fyrr í vetur. Þormóður þurfti aðeins 40 sekúndur til þess að leggja Biletsky á ippon.
Hann mætti Bor Barna í næstu umferð og tapaði Þormóður þar sem hann fékk þrjú refsistig. Barna sigraði í þessum flokki að lokum en Þormóður glímdi við Rússann Bostanov Soslan í uppreisnarglímu og þar tapaði Þormóður. Soslan endaði í þriðja sæti á mótinu og glímdi Þormóður því við gull og bronsverðlaunahafana á þessu móti. Eftir mótið er Þormóður líklega í 70. sæti á heimslistanum en hann var í 77. sæti á fyrir mótið.
Um næstu helgi keppa þeir Þormóður og Hermann á heimsbikarmóti í Tallin í Eistlandi en þeir hafa á undanförnum vikum æft í Tékklandi. Hermann féll úr leik í fyrstu umferð á mótinu í Búkarest.
Þormóður endaði í sjöunda sæti á heimsbikarmóti í Búkarest
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið



Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn





Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn


„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“
Körfubolti