Stuðningsmenn íshokkýliðsins NY Rangers syrgja þessa dagana Derek Boogard en hann féll frá á dögunum aðeins 28 ára að aldri. Það hefur nú verið gefið út að banamein hans var blanda af áfengi og afar sterku verkjalyfi sem heitir oxycodone.
Boogard varð hált á svellinu í lífinu og ofnotaði bæði áfengi og lyf. Það varð honum loks að aldurtila.
Í kjölfarið er nokkur umræða í Bandaríkjunum hversu auðveldlega íþróttamenn eigi með að fá aðgang að miklu magni af hættulegum verkjalyfjum.
Boogard var mikið meiddur á sínum ferli og varð því að nota lyfin sem hann að lokum varð háður.
