Andrea Pirlo hefur söðlað um og gengið til liðs við Juventus eftir að hafa verið á mála hjá AC Milan í áratug.
Pirlo er 32 ára miðvallarleikmaður og tilkynnti í síðustu viku að hann væri á leið frá Milan. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Juventus í dag og skrifaði svo undir þriggja ára samning við félagið.
Pirlo hefur notið mikillar velgengni undanfarinn áratug en á þeim tíma fagnaði AC Milan tvívegis sigri í meistardeildinni og jafn oft í ítölsku úrvalsdeildinni. Pirlo var einnig í landsliði Ítala sem varð heimsmeistari árið 2006.
Pirlo samdi við Juventus
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
