Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2011 12:11 Geir Haarde segir furðu sæta að saksóknari hafi tekið sér sjö mánuði í að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja. Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja.
Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07
Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00