Forbes segir gullfótinn snúa aftur innan 5 ára 11. maí 2011 12:52 Steve Forbes aðalritstjóri Forbes tímaritsins spáir því að Bandaríkjamenn taki upp gullfótinn innan fimm ára, það er bindi aftur gengi dollarans við verð á gulli. Þetta kemur fram í viðtali við Forbes á vefsíðunni humanevents.com. Forbes segir að endurkoma gullfótarins muni hjálpa bandarísku þjóðinni við að leysa ýmis efnahags-, fjármála- og peningastefnuleg vandamál. Fram kemur í máli Forbes að gullfóturinn muni aðstoða við að koma stöðugleika á gengi dollarans, endurvekja traust fjárfesta á bandarískum skuldabréfum og koma í veg fyrir ábyrgðalausa eyðslu hins opinbera. „Bandaríkjamenn notuðu gull sem grundvöllinn að virði dollarans með árangri í 180 ár áður en Richard Nixon forseti fór í tilraun til að slíta á tengslin þarna á milli uppúr 1970," segir Forbes. „Sú tilraun hefur leitt til ýmissa vandræða sem þjóðin þjáist af núna." Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að aðeins einn af væntanlegum forsetaframbjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári hafi endurkomu gullfótarins á stefnuskrá sinni. Það er Ron Paul frá Texas. Forbes telur hinsvegar líklegt að fleiri muni taka málið upp. „Með því að taka upp gullfótinn munu Bandaríkin fjarlægjast ábyrgðalausa stefnu og fara yfir í sterkari dollar og sterkari Bandaríki," segir Forbes. „Ef dollarinn er eins góður og gull munu önnur lönd vilja kaupa hann." Þegar Forbes talar um ábyrgðalausa stefnu á hann m.a. við nær gengdarlausa seðlaprentun Seðlabanka Bandaríkjanna frá því að kreppan skall á. Hann vitnar í að Ben Bernanke seðlabankastjóri hafi staðið á gati fyrir framan þingnefnd þegar einn nefndarmanna spurði hann hve mörgum störfum seðlaprentunin hefði skilað í Bandaríkjunum. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Steve Forbes aðalritstjóri Forbes tímaritsins spáir því að Bandaríkjamenn taki upp gullfótinn innan fimm ára, það er bindi aftur gengi dollarans við verð á gulli. Þetta kemur fram í viðtali við Forbes á vefsíðunni humanevents.com. Forbes segir að endurkoma gullfótarins muni hjálpa bandarísku þjóðinni við að leysa ýmis efnahags-, fjármála- og peningastefnuleg vandamál. Fram kemur í máli Forbes að gullfóturinn muni aðstoða við að koma stöðugleika á gengi dollarans, endurvekja traust fjárfesta á bandarískum skuldabréfum og koma í veg fyrir ábyrgðalausa eyðslu hins opinbera. „Bandaríkjamenn notuðu gull sem grundvöllinn að virði dollarans með árangri í 180 ár áður en Richard Nixon forseti fór í tilraun til að slíta á tengslin þarna á milli uppúr 1970," segir Forbes. „Sú tilraun hefur leitt til ýmissa vandræða sem þjóðin þjáist af núna." Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að aðeins einn af væntanlegum forsetaframbjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári hafi endurkomu gullfótarins á stefnuskrá sinni. Það er Ron Paul frá Texas. Forbes telur hinsvegar líklegt að fleiri muni taka málið upp. „Með því að taka upp gullfótinn munu Bandaríkin fjarlægjast ábyrgðalausa stefnu og fara yfir í sterkari dollar og sterkari Bandaríki," segir Forbes. „Ef dollarinn er eins góður og gull munu önnur lönd vilja kaupa hann." Þegar Forbes talar um ábyrgðalausa stefnu á hann m.a. við nær gengdarlausa seðlaprentun Seðlabanka Bandaríkjanna frá því að kreppan skall á. Hann vitnar í að Ben Bernanke seðlabankastjóri hafi staðið á gati fyrir framan þingnefnd þegar einn nefndarmanna spurði hann hve mörgum störfum seðlaprentunin hefði skilað í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira