Forbes segir gullfótinn snúa aftur innan 5 ára 11. maí 2011 12:52 Steve Forbes aðalritstjóri Forbes tímaritsins spáir því að Bandaríkjamenn taki upp gullfótinn innan fimm ára, það er bindi aftur gengi dollarans við verð á gulli. Þetta kemur fram í viðtali við Forbes á vefsíðunni humanevents.com. Forbes segir að endurkoma gullfótarins muni hjálpa bandarísku þjóðinni við að leysa ýmis efnahags-, fjármála- og peningastefnuleg vandamál. Fram kemur í máli Forbes að gullfóturinn muni aðstoða við að koma stöðugleika á gengi dollarans, endurvekja traust fjárfesta á bandarískum skuldabréfum og koma í veg fyrir ábyrgðalausa eyðslu hins opinbera. „Bandaríkjamenn notuðu gull sem grundvöllinn að virði dollarans með árangri í 180 ár áður en Richard Nixon forseti fór í tilraun til að slíta á tengslin þarna á milli uppúr 1970," segir Forbes. „Sú tilraun hefur leitt til ýmissa vandræða sem þjóðin þjáist af núna." Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að aðeins einn af væntanlegum forsetaframbjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári hafi endurkomu gullfótarins á stefnuskrá sinni. Það er Ron Paul frá Texas. Forbes telur hinsvegar líklegt að fleiri muni taka málið upp. „Með því að taka upp gullfótinn munu Bandaríkin fjarlægjast ábyrgðalausa stefnu og fara yfir í sterkari dollar og sterkari Bandaríki," segir Forbes. „Ef dollarinn er eins góður og gull munu önnur lönd vilja kaupa hann." Þegar Forbes talar um ábyrgðalausa stefnu á hann m.a. við nær gengdarlausa seðlaprentun Seðlabanka Bandaríkjanna frá því að kreppan skall á. Hann vitnar í að Ben Bernanke seðlabankastjóri hafi staðið á gati fyrir framan þingnefnd þegar einn nefndarmanna spurði hann hve mörgum störfum seðlaprentunin hefði skilað í Bandaríkjunum. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Steve Forbes aðalritstjóri Forbes tímaritsins spáir því að Bandaríkjamenn taki upp gullfótinn innan fimm ára, það er bindi aftur gengi dollarans við verð á gulli. Þetta kemur fram í viðtali við Forbes á vefsíðunni humanevents.com. Forbes segir að endurkoma gullfótarins muni hjálpa bandarísku þjóðinni við að leysa ýmis efnahags-, fjármála- og peningastefnuleg vandamál. Fram kemur í máli Forbes að gullfóturinn muni aðstoða við að koma stöðugleika á gengi dollarans, endurvekja traust fjárfesta á bandarískum skuldabréfum og koma í veg fyrir ábyrgðalausa eyðslu hins opinbera. „Bandaríkjamenn notuðu gull sem grundvöllinn að virði dollarans með árangri í 180 ár áður en Richard Nixon forseti fór í tilraun til að slíta á tengslin þarna á milli uppúr 1970," segir Forbes. „Sú tilraun hefur leitt til ýmissa vandræða sem þjóðin þjáist af núna." Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að aðeins einn af væntanlegum forsetaframbjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári hafi endurkomu gullfótarins á stefnuskrá sinni. Það er Ron Paul frá Texas. Forbes telur hinsvegar líklegt að fleiri muni taka málið upp. „Með því að taka upp gullfótinn munu Bandaríkin fjarlægjast ábyrgðalausa stefnu og fara yfir í sterkari dollar og sterkari Bandaríki," segir Forbes. „Ef dollarinn er eins góður og gull munu önnur lönd vilja kaupa hann." Þegar Forbes talar um ábyrgðalausa stefnu á hann m.a. við nær gengdarlausa seðlaprentun Seðlabanka Bandaríkjanna frá því að kreppan skall á. Hann vitnar í að Ben Bernanke seðlabankastjóri hafi staðið á gati fyrir framan þingnefnd þegar einn nefndarmanna spurði hann hve mörgum störfum seðlaprentunin hefði skilað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira