Nýr andi laganna nái til stöðu Mehdi Toshiki Toma skrifar 11. maí 2011 13:37 Atburðurinn um síðustu helgi, þar sem hælisleitandi frá Íran, Mehdi Pour, sagðist myndu kveikja í sér, á skrifstofu Rauða Kross Íslands í Efstaleiti var áfall fyrir margt fólk, ekki síst sjálfan mig. Hann varð þar með sjálfum sér og öðrum hættulegur, enda hann var yfirbugaður af lögreglumönnum. Eins og fréttir hermdu ítarlega, sótti Mehdi um hæli á Íslandi árið 2005 og hefur verið að berjast fyrir rétti til að dveljast hér á landi í sjö ár. Venjulegt ferli meðferðar um hælisumsókn byggir á tveimur stigum. Á fyrra stigi er kveðinn upp úrskurður hjá Útlendingastofnun og ef viðkomandi er ekki sáttur við þann úrskurð þá getur hann áfrýjað úrskurðnum til innanríkisráðuneytisins og er þá málið komið á annað stig. Ef viðkomandi er enn ósáttur við úrskurð ráðuneytisins, þá á viðkomandi rétt til höfða málið við héraðsdómstóla en samt hindrar það ekki að yfirvöld geta vísað viðkomandi hælisleitanda á brott úr landinu. Mehdi hafði farið alla þessa leið í kerfinu undanfarin sjö ár nema að ekki var búið að vísa honum burt úr landi. Jafnvel þótt að hælisleitandi hafi fengið endanlega synjun hjá Innanríkiráðuneytinu, getur hann haldið afram því að dvelja á Íslandi. Helstu ástæður þess eru t.d.: A) Hætta á ofsóknum eða pyntingum eru til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda). B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum. C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað. Að mínu viti eru fjórir eða fimm hælisleitendur við á Íslandi núna sem hafa eytt meira en fimm árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Mehdi er einn þeirra. Undir þessum kringumstæðum geta þeir ekki búið sér venjulegt líf eins og venjulegt fólk gerir. Þeir geta ekki gert neinar áætlanir eins og að kaupa sér íbúð, eignast lífsförunaut, barn og svo framvegis. Til þess að bæta úr þessum háskalegu aðstæðum, breyttust lögin í síðasta hausti og núna mega yfirvöld gefa dvalarleyfi hælisleitanda sem hefur haft dvalarleyfi til bráðabirgða(veikara leyfi en almennt tímabundið dvalarleyfi) lengri en tvö ár. Í viðtali við Vísir.is þann 6. maí sl. sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra meðal annars: ,,Reglunum hefur verið breytt, til hins betra að mínu mati og ekki hægt að tala um að hann (Mehdi) hafi verið að velkjast um í kerfinu." Hann sagði að viðbrögð Mehdi hafi hugsanlega byggst á misskilningi. Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann beiti Útlendingastofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í ,,ljósi og anda hinnar nýju lagabreytingar." Lagabreytingarnir sem samþykktar voru á Alþingi síðasta hausti eru til að tryggja lágmarksmannréttindi hælisleitenda á þeirri forsendu og viðurkenningu að það er ekki hægt að gera staðfesta eða skýra allar sögur hælisleitenda sögur þrátt fyrir margra ára rannsóknir af ýmsum ástæðum. Mér skilst að nú sé þessi nýi andi laganna orðinn um málefni hælisumsóknar, en engu að síður sýnist mér eins og að starfshættir Útlendingastofnun byggist áfram gömlu lögunum. Að sjálfsögðu þekki ég ekki hver og einustu vinnubrögð ÚTL og því ætla ég ekki að gagnrýna hana einhliða, en samt er það einnig satt að ég get ekki séð neina skýra breytingu í viðhorfi Útlendingastofnununarinnar varðandi mál Mehdis. Ég tel að Útlendingastofnun þurfi a.m.k. að sýna fram á helstu ástæður þess að hún getur ekki útvegað Mehdi almennt dvalarleyfi eftir að málið er orðið opinbert með þessum hætti. Nú er boltinn hjá Útlendingastofnun og einnig innanríkisráðuneytinu. Ég óska innilega að yfirvöld okkar sýni almenningi áþreifanlega að lögum um hælismál hafi verið breytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Atburðurinn um síðustu helgi, þar sem hælisleitandi frá Íran, Mehdi Pour, sagðist myndu kveikja í sér, á skrifstofu Rauða Kross Íslands í Efstaleiti var áfall fyrir margt fólk, ekki síst sjálfan mig. Hann varð þar með sjálfum sér og öðrum hættulegur, enda hann var yfirbugaður af lögreglumönnum. Eins og fréttir hermdu ítarlega, sótti Mehdi um hæli á Íslandi árið 2005 og hefur verið að berjast fyrir rétti til að dveljast hér á landi í sjö ár. Venjulegt ferli meðferðar um hælisumsókn byggir á tveimur stigum. Á fyrra stigi er kveðinn upp úrskurður hjá Útlendingastofnun og ef viðkomandi er ekki sáttur við þann úrskurð þá getur hann áfrýjað úrskurðnum til innanríkisráðuneytisins og er þá málið komið á annað stig. Ef viðkomandi er enn ósáttur við úrskurð ráðuneytisins, þá á viðkomandi rétt til höfða málið við héraðsdómstóla en samt hindrar það ekki að yfirvöld geta vísað viðkomandi hælisleitanda á brott úr landinu. Mehdi hafði farið alla þessa leið í kerfinu undanfarin sjö ár nema að ekki var búið að vísa honum burt úr landi. Jafnvel þótt að hælisleitandi hafi fengið endanlega synjun hjá Innanríkiráðuneytinu, getur hann haldið afram því að dvelja á Íslandi. Helstu ástæður þess eru t.d.: A) Hætta á ofsóknum eða pyntingum eru til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda). B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum. C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað. Að mínu viti eru fjórir eða fimm hælisleitendur við á Íslandi núna sem hafa eytt meira en fimm árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Mehdi er einn þeirra. Undir þessum kringumstæðum geta þeir ekki búið sér venjulegt líf eins og venjulegt fólk gerir. Þeir geta ekki gert neinar áætlanir eins og að kaupa sér íbúð, eignast lífsförunaut, barn og svo framvegis. Til þess að bæta úr þessum háskalegu aðstæðum, breyttust lögin í síðasta hausti og núna mega yfirvöld gefa dvalarleyfi hælisleitanda sem hefur haft dvalarleyfi til bráðabirgða(veikara leyfi en almennt tímabundið dvalarleyfi) lengri en tvö ár. Í viðtali við Vísir.is þann 6. maí sl. sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra meðal annars: ,,Reglunum hefur verið breytt, til hins betra að mínu mati og ekki hægt að tala um að hann (Mehdi) hafi verið að velkjast um í kerfinu." Hann sagði að viðbrögð Mehdi hafi hugsanlega byggst á misskilningi. Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann beiti Útlendingastofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í ,,ljósi og anda hinnar nýju lagabreytingar." Lagabreytingarnir sem samþykktar voru á Alþingi síðasta hausti eru til að tryggja lágmarksmannréttindi hælisleitenda á þeirri forsendu og viðurkenningu að það er ekki hægt að gera staðfesta eða skýra allar sögur hælisleitenda sögur þrátt fyrir margra ára rannsóknir af ýmsum ástæðum. Mér skilst að nú sé þessi nýi andi laganna orðinn um málefni hælisumsóknar, en engu að síður sýnist mér eins og að starfshættir Útlendingastofnun byggist áfram gömlu lögunum. Að sjálfsögðu þekki ég ekki hver og einustu vinnubrögð ÚTL og því ætla ég ekki að gagnrýna hana einhliða, en samt er það einnig satt að ég get ekki séð neina skýra breytingu í viðhorfi Útlendingastofnununarinnar varðandi mál Mehdis. Ég tel að Útlendingastofnun þurfi a.m.k. að sýna fram á helstu ástæður þess að hún getur ekki útvegað Mehdi almennt dvalarleyfi eftir að málið er orðið opinbert með þessum hætti. Nú er boltinn hjá Útlendingastofnun og einnig innanríkisráðuneytinu. Ég óska innilega að yfirvöld okkar sýni almenningi áþreifanlega að lögum um hælismál hafi verið breytt.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar