Reglubreyting FIA gæti breytt gangi mála í Formúlu 1 17. maí 2011 19:26 Sebastian Vettel kemur í mark sem sigurvegari í Tyrklandi, en hann hefur unnið þrjú mót af fjórum með Red Bull. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon FIA hefur ákveðið að breyta reglum um útbúnað Formúlu 1 bíla til að sporna við þróun sem bílasambandið telur ekki góða til eftirbreytni í Formúlu 1 mótum ársins. FIA hefur sent keppnisliðum skilaboð vegna málsins, en keppt verður á Katalóníu brautinni, sem er nærri Barcelona á Spáni um næstu helgi. Autosport.com greindi frá þessu í dag, en keppnislið hafa útfært bíla sína á ákveðinn hátt varðandi flæði lofts um loftdreifanna undir bílunum aftanverðum. Lið hafa þróað kerfi sem sér til þess að stöðugur straumur heits útblásturs frá vélinni leikur um loftdreifinn, sem eykur niðurtog bílanna. Einhver lið hafa grætt á því hvernig þau útfæra búnað bíla sinna hvað þetta varðar. FIA ætlar að banna að búnaðurinn virki eins vel og nú er rauninn þegar ökumenn er að hemla. Í samtali við autosport.com segir Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull: „Ég held að þetta hafi áhrif all öll lið sem hafa nýtt sér búnaðinn, sem virðist vera 90% af keppendum, ef skoðað er hve mörg lið erum með blásna loftdreifa. Þetta er ekkert nýtt á þessu ári, þetta byrjaði og það mun sjást í Barcelona hvað áhrif þetta hefur", sagði Horner. Aðspurður um hvort hann teldi að reglubreytingin væri vegna kvörtunar frá keppinaut Red Bull sagði Horner að það væri viðbúið og fylgifiskur velgengni. En Red Bull hefur náð besta tíma í tímatökum í öllum mótum ársins og unnið þrjú mót af fjórum. Formúla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
FIA hefur ákveðið að breyta reglum um útbúnað Formúlu 1 bíla til að sporna við þróun sem bílasambandið telur ekki góða til eftirbreytni í Formúlu 1 mótum ársins. FIA hefur sent keppnisliðum skilaboð vegna málsins, en keppt verður á Katalóníu brautinni, sem er nærri Barcelona á Spáni um næstu helgi. Autosport.com greindi frá þessu í dag, en keppnislið hafa útfært bíla sína á ákveðinn hátt varðandi flæði lofts um loftdreifanna undir bílunum aftanverðum. Lið hafa þróað kerfi sem sér til þess að stöðugur straumur heits útblásturs frá vélinni leikur um loftdreifinn, sem eykur niðurtog bílanna. Einhver lið hafa grætt á því hvernig þau útfæra búnað bíla sinna hvað þetta varðar. FIA ætlar að banna að búnaðurinn virki eins vel og nú er rauninn þegar ökumenn er að hemla. Í samtali við autosport.com segir Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull: „Ég held að þetta hafi áhrif all öll lið sem hafa nýtt sér búnaðinn, sem virðist vera 90% af keppendum, ef skoðað er hve mörg lið erum með blásna loftdreifa. Þetta er ekkert nýtt á þessu ári, þetta byrjaði og það mun sjást í Barcelona hvað áhrif þetta hefur", sagði Horner. Aðspurður um hvort hann teldi að reglubreytingin væri vegna kvörtunar frá keppinaut Red Bull sagði Horner að það væri viðbúið og fylgifiskur velgengni. En Red Bull hefur náð besta tíma í tímatökum í öllum mótum ársins og unnið þrjú mót af fjórum.
Formúla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira