Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2011 17:31 Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun. Olís-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun.
Olís-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni