Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2011 17:31 Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun. Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun.
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira