Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, hefur mjög háleit markmið fyrir sumarið fari svo að AC Milan vinni ítalska meistaratitilinn í vor.
Berlusconi ætlar þá nefnilega að bjóða í Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid sem kostaði Real á sínum 80 milljónir punda þegar spænsku risarnir keyptu hann frá Manchester United.
„Ef við vinnum meistaratitilinn þá munum við bæta við einum eða tveimur heimsklassa leikmönnum og annar þeirra gæti verið Ronaldo," sagði Silvio Berlusconi í sjónvarpsviðtali í gær.
„Það myndu allir fagna því ef að við myndum bæta Ronaldo í okkar lið. Stundum rætast draumarnir," sagði Berlusconi.
AC Milan er með þriggja stiga forystu þegar sex leikir eru eftir af tímabilinu en félagið hefur ekki orðið ítalskur meistari síðan vorið 2004.
Berlusconi: Ætla að kaupa Ronaldo ef AC Milan verður meistari
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn


