Meistaradeildarævintýri Tottenham á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2011 17:54 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira