Meistaradeildarævintýri Tottenham á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2011 17:54 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira