Bak við tjöldin á Reykjavík Fashion Festival 15. apríl 2011 22:00 Fjörutíu og átta fyrirsætur frá Elite Iceland gengu á pallinum og á bak við þær var samstilltur hópur fagfólks. Gífurlegur fjöldi fólks stóð á bak við framkvæmd Reykjavík Fashion Festival, sem fór fram fyrir tveimur vikum. Alls komu um 180 manns að sýningunum í Hafnarhúsinu og gekk dagskráin sem smurð frá upphafi til enda þannig að margir gestanna veltu því fyrir sér hvaða snillingar leyndust bak við tjöldin. „Við höfðum sjúklega gott fólk með okkur í ár," segir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þessi þétti hópur gerði það að verkum að stemmningin baksvið var frábær eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. „Þetta kallaði á mikið skipulag og tempó sem allur hópurinn þurfti að vera samstíga í. Plássið baksviðs niðri í Listasafni Reykjavíkur var ekki nema um 140 fermetrar þannig að það var þröng á þingi. En þetta gekk súper vel undir stjórn Þórey Evu sviðstjóra, Ellenar Loftsdóttir stílista og Tinnu Aðalbjörnsdóttir fyrirsætustjórnanda." Fyrirsæturnar sem gengu út pallinn á sýningunni voru alls fjörutíu og átta. „Það var fimmtán manna gengi frá Label M undir stjórn Baldurs Rafns Gylfasonar sem sá um hárið á þeim. Svo voru þarna tíu make up-snillingar frá Maybelline undir stjórn Andreu Helgadóttur sem sáu um förðun. Allir stóðu helgarvaktina eins og hermenn. Þarna voru bara ofurmenn og ofurkonur sem varð til þess að sýningar allra 22 fatahönnuðanna heppnuðust fullkomlega." RFF Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks stóð á bak við framkvæmd Reykjavík Fashion Festival, sem fór fram fyrir tveimur vikum. Alls komu um 180 manns að sýningunum í Hafnarhúsinu og gekk dagskráin sem smurð frá upphafi til enda þannig að margir gestanna veltu því fyrir sér hvaða snillingar leyndust bak við tjöldin. „Við höfðum sjúklega gott fólk með okkur í ár," segir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þessi þétti hópur gerði það að verkum að stemmningin baksvið var frábær eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. „Þetta kallaði á mikið skipulag og tempó sem allur hópurinn þurfti að vera samstíga í. Plássið baksviðs niðri í Listasafni Reykjavíkur var ekki nema um 140 fermetrar þannig að það var þröng á þingi. En þetta gekk súper vel undir stjórn Þórey Evu sviðstjóra, Ellenar Loftsdóttir stílista og Tinnu Aðalbjörnsdóttir fyrirsætustjórnanda." Fyrirsæturnar sem gengu út pallinn á sýningunni voru alls fjörutíu og átta. „Það var fimmtán manna gengi frá Label M undir stjórn Baldurs Rafns Gylfasonar sem sá um hárið á þeim. Svo voru þarna tíu make up-snillingar frá Maybelline undir stjórn Andreu Helgadóttur sem sáu um förðun. Allir stóðu helgarvaktina eins og hermenn. Þarna voru bara ofurmenn og ofurkonur sem varð til þess að sýningar allra 22 fatahönnuðanna heppnuðust fullkomlega."
RFF Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira