Vettel vill ekki oftmetnast 16. apríl 2011 09:39 Sebastian Vettel á fréttamannafundinum eftir tímatökuna og Lewis Hamilton og Jenson Button stinga saman nefjum við hlið hans. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. „Þetta tókst enn á ný, en er erfitt í hvert skipti. Þetta gekk ekki snuðrulaust, sérstaklega ekki í annarri umferð tímatökunnar, þar sem ég gerði mistök. Í lokaumferðinni var ég viss um að ég gæti bætt mig og við skiluðum góðu dagsverki", sagði Vettel um árangurinn í dag. „Þetta verður löng keppni, en við getum verið ánægðir með bílinn. Við þolprófuðum bílinn á föstudag og höfum því ástæðu til að vera sáttir, en það verður líka gæta þess að vera ekki of öruggur með sig. Ég gæti að því að það gerist ekki", sagði Vettel. Hann hefur unnið bæði mót ársins til þessa, í Ástralíu og Malasíu, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Bein útsending er frá kínverska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 6.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Mótið er svo endursýnt í hádeginu á sunnudag. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. „Þetta tókst enn á ný, en er erfitt í hvert skipti. Þetta gekk ekki snuðrulaust, sérstaklega ekki í annarri umferð tímatökunnar, þar sem ég gerði mistök. Í lokaumferðinni var ég viss um að ég gæti bætt mig og við skiluðum góðu dagsverki", sagði Vettel um árangurinn í dag. „Þetta verður löng keppni, en við getum verið ánægðir með bílinn. Við þolprófuðum bílinn á föstudag og höfum því ástæðu til að vera sáttir, en það verður líka gæta þess að vera ekki of öruggur með sig. Ég gæti að því að það gerist ekki", sagði Vettel. Hann hefur unnið bæði mót ársins til þessa, í Ástralíu og Malasíu, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Bein útsending er frá kínverska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 6.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Mótið er svo endursýnt í hádeginu á sunnudag. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið
Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira