Vettel vill ekki oftmetnast 16. apríl 2011 09:39 Sebastian Vettel á fréttamannafundinum eftir tímatökuna og Lewis Hamilton og Jenson Button stinga saman nefjum við hlið hans. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. „Þetta tókst enn á ný, en er erfitt í hvert skipti. Þetta gekk ekki snuðrulaust, sérstaklega ekki í annarri umferð tímatökunnar, þar sem ég gerði mistök. Í lokaumferðinni var ég viss um að ég gæti bætt mig og við skiluðum góðu dagsverki", sagði Vettel um árangurinn í dag. „Þetta verður löng keppni, en við getum verið ánægðir með bílinn. Við þolprófuðum bílinn á föstudag og höfum því ástæðu til að vera sáttir, en það verður líka gæta þess að vera ekki of öruggur með sig. Ég gæti að því að það gerist ekki", sagði Vettel. Hann hefur unnið bæði mót ársins til þessa, í Ástralíu og Malasíu, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Bein útsending er frá kínverska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 6.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Mótið er svo endursýnt í hádeginu á sunnudag. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. „Þetta tókst enn á ný, en er erfitt í hvert skipti. Þetta gekk ekki snuðrulaust, sérstaklega ekki í annarri umferð tímatökunnar, þar sem ég gerði mistök. Í lokaumferðinni var ég viss um að ég gæti bætt mig og við skiluðum góðu dagsverki", sagði Vettel um árangurinn í dag. „Þetta verður löng keppni, en við getum verið ánægðir með bílinn. Við þolprófuðum bílinn á föstudag og höfum því ástæðu til að vera sáttir, en það verður líka gæta þess að vera ekki of öruggur með sig. Ég gæti að því að það gerist ekki", sagði Vettel. Hann hefur unnið bæði mót ársins til þessa, í Ástralíu og Malasíu, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Bein útsending er frá kínverska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 6.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Mótið er svo endursýnt í hádeginu á sunnudag. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið
Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira