Heimir Örn: Fá norðlensku geðveikina í gang Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 18:15 Heimir Örn Árnason í leik með Akureyri. Heimir Örn Árnason, leikstjórnandinn sterki í liði Akureyrar, segir að nú gildi ekkert annað en að fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með sér í lið í kvöld. Akureyri mætir HK í oddaleik um sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla klukkan 19.30 í kvöld. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli en deildarmeistararnir voru svo flengdir í næsta leik liðanna um helgina. „Þetta var einfaldlega hörmulegt. Við mættum ekki nógu einbeittir í verkefnið og vorum ótrúlega fljótir að gefa eftir," sagði Heimir Örn um þann leik í samtali við Vísi í dag. „Við lærum af þessu, það er ekki spurning. Helsta niðurlægingin var sú að þeir börðu vel á okkur og við hörfuðum undan því sem er ólíkt okkur. Það verður ekki af þeim tekið að HK spilaði vel en við mætum dýrvitlausir í kvöld," bætti hann við. Akureyri komst í úrslit bikarsins í vetur en tapaði óvænt fyrir Val í úrslitaleiknum. Heimir segir að liði hafi spilað vel í mikilvægum leikjum í vetur, fyrir utan bikarúrslitin. „Það sem er mikilvægast er að fá þá reynslumeiri til að stíga upp og þá koma þeir yngri með. Kannski reikna einhverjir með óvæntum úrslitum í kvöld og þeir mega halda það þangað til í kvöld." „Ég hef spilað í ófáum úrslitakeppnum og yfirleitt hefur maður farið erfiðu leiðina áfram. Þetta er því ekkert nýtt fyrir mér." Hann vonast til þess að fá fulla höll á Akureyri í kvöld. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að það er stutt á milli leikja og því hefur leikurinn verið frekar lítið auglýstur. Við spilum best þegar höllin er full og ég vona að það verði tilfellið í kvöld," sagði Heimir. Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Akureyrar í vetur og segir Heimir að liðin hafi lagt mikið á sig til að stöðva þau. „Liðin verðast leggja upp með að spila langar sóknir og yfirleitt hafa þau verið skynsamari í sínum sóknarleik þegar þau mæta okkur. Við þurfum bara að vera duglegir að brjóta og fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með okkur í lið í kvöld." Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
Heimir Örn Árnason, leikstjórnandinn sterki í liði Akureyrar, segir að nú gildi ekkert annað en að fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með sér í lið í kvöld. Akureyri mætir HK í oddaleik um sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla klukkan 19.30 í kvöld. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli en deildarmeistararnir voru svo flengdir í næsta leik liðanna um helgina. „Þetta var einfaldlega hörmulegt. Við mættum ekki nógu einbeittir í verkefnið og vorum ótrúlega fljótir að gefa eftir," sagði Heimir Örn um þann leik í samtali við Vísi í dag. „Við lærum af þessu, það er ekki spurning. Helsta niðurlægingin var sú að þeir börðu vel á okkur og við hörfuðum undan því sem er ólíkt okkur. Það verður ekki af þeim tekið að HK spilaði vel en við mætum dýrvitlausir í kvöld," bætti hann við. Akureyri komst í úrslit bikarsins í vetur en tapaði óvænt fyrir Val í úrslitaleiknum. Heimir segir að liði hafi spilað vel í mikilvægum leikjum í vetur, fyrir utan bikarúrslitin. „Það sem er mikilvægast er að fá þá reynslumeiri til að stíga upp og þá koma þeir yngri með. Kannski reikna einhverjir með óvæntum úrslitum í kvöld og þeir mega halda það þangað til í kvöld." „Ég hef spilað í ófáum úrslitakeppnum og yfirleitt hefur maður farið erfiðu leiðina áfram. Þetta er því ekkert nýtt fyrir mér." Hann vonast til þess að fá fulla höll á Akureyri í kvöld. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að það er stutt á milli leikja og því hefur leikurinn verið frekar lítið auglýstur. Við spilum best þegar höllin er full og ég vona að það verði tilfellið í kvöld," sagði Heimir. Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Akureyrar í vetur og segir Heimir að liðin hafi lagt mikið á sig til að stöðva þau. „Liðin verðast leggja upp með að spila langar sóknir og yfirleitt hafa þau verið skynsamari í sínum sóknarleik þegar þau mæta okkur. Við þurfum bara að vera duglegir að brjóta og fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með okkur í lið í kvöld."
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira