Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.
Tryggvi Þór bendir á að samanlagðar skuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur séu um 1.350 milljarðar króna. Endurfjármagna þurfi hluta þessara skulda og stofna til nýrra vegna nýrra framkvæmda.
Verði Icesave hafnað og lánshæfismatseinkunn ríkisins fari í ruslflokk, eins og matsfyrirtækið Moody's hefur gefið til kynna, er "líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum," segir Tryggvi Þór í grein sinni.
Hann miðar þar við að vextir verði um 2 til 3,2 prósentum hærri fari skuldirnar í ruslflokk. Þennan kost ber Tryggvi saman við líklegan kostnað af því að samþykkja Icesave, sem hann gerir ráð fyrir að verði 47 milljarðar króna. "Þetta er hið ískalda hagsmunamat," segir Tryggvi Þór. - gb
Nei við Icesave kostar tugi milljarða

Mest lesið

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Vaxtalækkunarferlið heldur áfram
Viðskipti innlent

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir
Neytendur

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag
Viðskipti innlent