Gunnar Nelson fékk brons í júdó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 15:23 Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“ Innlendar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“
Innlendar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira