Er um að ræða ólögmæta mismunun? Átta hæstaréttarlögmenn skrifar 31. mars 2011 06:00 Spurt er hvort innistæðueigendum hafi verið mismunað þannig að brjóti í bága við 4. gr. EES-samningsins? Svo er ekki að sjá. Aðgerðir íslenska ríkisins voru framkvæmdar til að stuðla að almennum efnahagsstöðugleika. Um var því að ræða almennar efnahagsaðgerðir. Það má því ætla að þær falli sem slíkar utan gildissviðs 4. gr. EES-samningsins. Þess utan getur 4. gr. samningsins aðeins átt við um tilvik sem telja má sambærileg. Því virðist ekki til að dreifa hér. Ástæðan er sú að innistæðueigandi í íslensku bankaútibúi á aðild að íslenska greiðslumiðlunarkerfinu en ekki sá sem á innistæðu í útlendu útibúi. Það er því engin ástæða til að meðhöndla þessa aðila með sambærilegum hætti, þvert á móti. Þá verður að geta þess, að í öllu falli átti engin bein mismunun sér stað. Allir útlendir eigendur innistæðna í íslenskum bankaútibúum fengu sömu meðhöndlun og þeir íslensku. Yfir því er ekki hægt að kvarta. Það þýðir að jafnvel þótt einhvers konar óbein mismunun teldist hafa átt sér stað þá verður hún réttlætt með því neyðarástandi sem brugðist var við. Þetta eru væntanlega ástæður þess að Eftirlitsstofnun EFTA telur mismunun enga þýðingu hafa nema upp að lágmarki innistæðutrygginga, eða 20.887 evrur á mann. Sjónarmið um að veruleg hætta sé á því að Ísland verði látið borga eitthvað umfram það eiga því ekki rétt á sér. Í raun má frekar áætla að verulegar líkur sé á því að Ísland þurfi ekkert að greiða þegar upp verður staðið. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Icesave Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Spurt er hvort innistæðueigendum hafi verið mismunað þannig að brjóti í bága við 4. gr. EES-samningsins? Svo er ekki að sjá. Aðgerðir íslenska ríkisins voru framkvæmdar til að stuðla að almennum efnahagsstöðugleika. Um var því að ræða almennar efnahagsaðgerðir. Það má því ætla að þær falli sem slíkar utan gildissviðs 4. gr. EES-samningsins. Þess utan getur 4. gr. samningsins aðeins átt við um tilvik sem telja má sambærileg. Því virðist ekki til að dreifa hér. Ástæðan er sú að innistæðueigandi í íslensku bankaútibúi á aðild að íslenska greiðslumiðlunarkerfinu en ekki sá sem á innistæðu í útlendu útibúi. Það er því engin ástæða til að meðhöndla þessa aðila með sambærilegum hætti, þvert á móti. Þá verður að geta þess, að í öllu falli átti engin bein mismunun sér stað. Allir útlendir eigendur innistæðna í íslenskum bankaútibúum fengu sömu meðhöndlun og þeir íslensku. Yfir því er ekki hægt að kvarta. Það þýðir að jafnvel þótt einhvers konar óbein mismunun teldist hafa átt sér stað þá verður hún réttlætt með því neyðarástandi sem brugðist var við. Þetta eru væntanlega ástæður þess að Eftirlitsstofnun EFTA telur mismunun enga þýðingu hafa nema upp að lágmarki innistæðutrygginga, eða 20.887 evrur á mann. Sjónarmið um að veruleg hætta sé á því að Ísland verði látið borga eitthvað umfram það eiga því ekki rétt á sér. Í raun má frekar áætla að verulegar líkur sé á því að Ísland þurfi ekkert að greiða þegar upp verður staðið. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar