Óvissan er verst Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. mars 2011 08:22 Krafa Samtaka atvinnulífsins, um að afstaða ríkisstjórnarinnar til framtíðarfyrirkomulags fiskveiðistjórnunar liggi fyrir áður en gerð verður lokatilraun til að ná kjarasamningum til þriggja ára, mætir litlum almennum skilningi. Hvað kemur fiskveiðistjórnunin eiginlega kjarasamningum við? spyrja margir. Í þeim hópi eru forystumenn ríkisstjórnarinnar, sem skilja ekkert í þessum hamagangi í atvinnurekendum. Í dag er von á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir af hálfu ríkisins til að greiða fyrir kjarasamningunum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kvað upp úr með það í gær að í þeirri yfirlýsingu yrði ekkert um sjávarútveginn. En hvað kemur fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar almennum kjarasamningum í landinu við? Stjórnkerfi fiskveiða getur haft gríðarlega þýðingu fyrir afkomu og vöxt greinarinnar. Við skulum ekki gleyma að hér á landi er sjávarútvegurinn ein af undirstöðuatvinnugreinunum og skapar stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hann er ekki ríkisstyrkt atvinnugrein, rekin með félags- og byggðasjónarmið í huga eins og í mörgum nágrannalöndum okkar. Á meðan allt er á huldu um það hvaða breytingar á að gera á stjórn fiskveiða, halda sjávarútvegsfyrirtækin að sér höndum. Þau ráðast ekki í nýjar fjárfestingar. Þau panta ekki vörur eða þjónustu frá öðrum fyrirtækjum umfram það nauðsynlegasta. Það eitt þýðir að sjávarútvegurinn leggur ekki það af mörkum sem hann gæti til að koma atvinnulífinu aftur í gang. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur stuðlað að mikilli hagræðingu og bættri afkomu greinarinnar. Menn hljóta að fara varlega í breytingar, sem geta haft áhrif til hins gagnstæða. Innköllun veiðiheimilda getur haft neikvæð áhrif á stöðu sjávarútvegsfyrirtækja gagnvart lánardrottnum og birgjum. Verði áhrifin þau að tekjur sjávarútvegsfyrirtækja minnki, getur það haft sín áhrif á gengi krónunnar og þar með lífskjör almennings. Af öllum þessu ástæðum kemur fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar almennum kjarasamningum í landinu við. Ekki er þar með sagt að hagsmunaaðilar eigi að ráða stefnu stjórnvalda. En vinnubrögðin í kringum þá "sátt" sem ríkisstjórnin segist vilja skapa um sjávarútveginn hafa verið undarleg. Fyrst var sett á fót nefnd, þar sem náðist víðtækt samkomulag um svokallaða samningaleið. Í stað þess að vinna með þá niðurstöðu fyrir opnum tjöldum, hafa stjórnvöld unnið bak við luktar dyr að frumvarpi sem enginn veit hversu langt gengur. Sjávarútvegsráðherra lét ekki svo lítið að mæta á fund með forystumönnum stjórnarflokkanna og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, sem höfðu beðið um slíkan fund mánuðum saman til að fá skýr svör. Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa ekki farið fram á óbreytt kerfi fiskveiðistjórnunar. Þeir hafa þvert á móti lýst sig reiðubúna að gera talsvert miklar breytingar. Það er eiginlega ekki nema sjálfsögð kurteisi að gera þeim grein fyrir því, þegar menn standa frammi fyrir því að skuldbinda fyrirtækin í landinu til þriggja ára, hvaða breytingar eigi að gera á rekstrarumhverfi einnar helztu atvinnugreinarinnar. Í þessu eins og mörgu öðru er óvissan verst - og óvissuþættirnir eru nógu margir nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Krafa Samtaka atvinnulífsins, um að afstaða ríkisstjórnarinnar til framtíðarfyrirkomulags fiskveiðistjórnunar liggi fyrir áður en gerð verður lokatilraun til að ná kjarasamningum til þriggja ára, mætir litlum almennum skilningi. Hvað kemur fiskveiðistjórnunin eiginlega kjarasamningum við? spyrja margir. Í þeim hópi eru forystumenn ríkisstjórnarinnar, sem skilja ekkert í þessum hamagangi í atvinnurekendum. Í dag er von á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir af hálfu ríkisins til að greiða fyrir kjarasamningunum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kvað upp úr með það í gær að í þeirri yfirlýsingu yrði ekkert um sjávarútveginn. En hvað kemur fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar almennum kjarasamningum í landinu við? Stjórnkerfi fiskveiða getur haft gríðarlega þýðingu fyrir afkomu og vöxt greinarinnar. Við skulum ekki gleyma að hér á landi er sjávarútvegurinn ein af undirstöðuatvinnugreinunum og skapar stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hann er ekki ríkisstyrkt atvinnugrein, rekin með félags- og byggðasjónarmið í huga eins og í mörgum nágrannalöndum okkar. Á meðan allt er á huldu um það hvaða breytingar á að gera á stjórn fiskveiða, halda sjávarútvegsfyrirtækin að sér höndum. Þau ráðast ekki í nýjar fjárfestingar. Þau panta ekki vörur eða þjónustu frá öðrum fyrirtækjum umfram það nauðsynlegasta. Það eitt þýðir að sjávarútvegurinn leggur ekki það af mörkum sem hann gæti til að koma atvinnulífinu aftur í gang. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur stuðlað að mikilli hagræðingu og bættri afkomu greinarinnar. Menn hljóta að fara varlega í breytingar, sem geta haft áhrif til hins gagnstæða. Innköllun veiðiheimilda getur haft neikvæð áhrif á stöðu sjávarútvegsfyrirtækja gagnvart lánardrottnum og birgjum. Verði áhrifin þau að tekjur sjávarútvegsfyrirtækja minnki, getur það haft sín áhrif á gengi krónunnar og þar með lífskjör almennings. Af öllum þessu ástæðum kemur fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar almennum kjarasamningum í landinu við. Ekki er þar með sagt að hagsmunaaðilar eigi að ráða stefnu stjórnvalda. En vinnubrögðin í kringum þá "sátt" sem ríkisstjórnin segist vilja skapa um sjávarútveginn hafa verið undarleg. Fyrst var sett á fót nefnd, þar sem náðist víðtækt samkomulag um svokallaða samningaleið. Í stað þess að vinna með þá niðurstöðu fyrir opnum tjöldum, hafa stjórnvöld unnið bak við luktar dyr að frumvarpi sem enginn veit hversu langt gengur. Sjávarútvegsráðherra lét ekki svo lítið að mæta á fund með forystumönnum stjórnarflokkanna og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, sem höfðu beðið um slíkan fund mánuðum saman til að fá skýr svör. Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa ekki farið fram á óbreytt kerfi fiskveiðistjórnunar. Þeir hafa þvert á móti lýst sig reiðubúna að gera talsvert miklar breytingar. Það er eiginlega ekki nema sjálfsögð kurteisi að gera þeim grein fyrir því, þegar menn standa frammi fyrir því að skuldbinda fyrirtækin í landinu til þriggja ára, hvaða breytingar eigi að gera á rekstrarumhverfi einnar helztu atvinnugreinarinnar. Í þessu eins og mörgu öðru er óvissan verst - og óvissuþættirnir eru nógu margir nú þegar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun