Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust 21. mars 2011 12:01 Af blaðamannafundinum Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent