Enski boltinn

Aquilani ekki ódýr

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Ef Juventus ætlar sér að halda Alberto Aquilani þarf félagið að greiða Liverpool um sextán milljónir evra fyrir hann eða um 2,6 milljarða króna. Þetta staðhæfir umboðsmaður Aquilani í ítölskum fjölmiðlum í dag.

Liverpool keypti Aquilani frá Roma fyrir 20 milljónir punda árið 2009 en honum gekk illa að festa sig í sessi á sínu fyrsta tímabili í Englandi - aðallega vegna meiðsla.

Þegar að Roy Hodgson tók svo við stjórn Liverpool í sumar var ákveðið að lána hann til Juventus allt tímabilið.

Umboðsmaðurinn, Franco Zavaglia, segir að félögin hafi samið um kaupverð þegar að lánssamningurinn var gerður og nú sé það bara undir Juventus komið að ganga frá kaupunum.

„Ég held að Aquilani verði áfram hjá Juventus. Samkomulagið er til staðar og nú fer þetta allt eftir því hversu sterkur vilji Juventus er í þessu máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×