Gjaldeyrishöftin verða áfram um fyrirsjáanlega framtíð 28. mars 2011 12:35 Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ólíklegt virðist að önnur skref verði stigin til afléttingar gjaldeyrishafta á næstunni en þau sem snúa að því að aflétta þrýstingi vegna aflandskróna. Eru því líkur á að yfirvöld muni nýta sér verulegan hluta þess svigrúms sem skapast við framlengingu lagaheimildar um gjaldeyrishöft til ársloka 2015, eins og efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til við Alþingi. Eftir að þrýstingi vegna aflandskróna hefur verið aflétt er síðara skrefið til afléttingar skiptiútboð þar sem eigendur ríkisskuldabréfa í krónum fá að skipta þeim yfir í ríkisskuldabréf í erlendum gjaldeyri. Verð og gjalddagi síðarnefndu bréfanna ræðst af markaðsaðstæðum. Eigendum aflandskróna í innlendum bönkum verður heimilað að skipta þeim í erlendan gjaldeyri gegn stiglækkandi gjaldi sem í upphafi mun jafngilda muninum á aflandsgengi og innlendu gengi krónu. „Ljóst má vera að þetta seinna skref verður ekki stigið á næstunni, og reyndar teljum við ólíklegt að það verði byrjað á því á þessu ári," segir í Morgunkorninu. „Óvissan um hvenær það komist í gang er fremur á þann veginn að það gæti dregist um einhver misseri í viðbót. Hins vegar er ætlunin að framkvæma þetta skref nokkuð hratt þar sem erfitt verður að hafa stjórn á þeim glufum sem myndast þegar farið verður af stað með það. Hins vegar teljum við mestar líkur á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við framangreinda áætlun." Þá segir að lífeyrissjóðir munu líklega lúta strangari skilyrðum en aðrir fjárfestar um gjaldeyriskaup næstu árin. Það mun því líklega líða á löngu þar til erlendar eignir þeirra verða aftur orðnar sambærilegar við hlutfall þeirra undanfarin ár. Velta má því fyrir sér hvort það er heppilegt að áhættudreifing sjóðanna sé takmörkuð með þessum hætti. Icesave-kosningin hefur samkvæmt áætluninni ekki áhrif á hvenær fyrstu skrefin verða stigin. Hins vegar er það tekið fram að verði niðurstaðan í kosningunum sú að fella samninginn mun það líklega leiða til tafa á seinustu skrefum í fyrri hluta áætlunarinnar og seinka seinni hlutanum. Er það vegna skilyrðisins um að ríkissjóður, og í kjölfarið aðrir innlendir aðilar, geti fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ólíklegt virðist að önnur skref verði stigin til afléttingar gjaldeyrishafta á næstunni en þau sem snúa að því að aflétta þrýstingi vegna aflandskróna. Eru því líkur á að yfirvöld muni nýta sér verulegan hluta þess svigrúms sem skapast við framlengingu lagaheimildar um gjaldeyrishöft til ársloka 2015, eins og efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til við Alþingi. Eftir að þrýstingi vegna aflandskróna hefur verið aflétt er síðara skrefið til afléttingar skiptiútboð þar sem eigendur ríkisskuldabréfa í krónum fá að skipta þeim yfir í ríkisskuldabréf í erlendum gjaldeyri. Verð og gjalddagi síðarnefndu bréfanna ræðst af markaðsaðstæðum. Eigendum aflandskróna í innlendum bönkum verður heimilað að skipta þeim í erlendan gjaldeyri gegn stiglækkandi gjaldi sem í upphafi mun jafngilda muninum á aflandsgengi og innlendu gengi krónu. „Ljóst má vera að þetta seinna skref verður ekki stigið á næstunni, og reyndar teljum við ólíklegt að það verði byrjað á því á þessu ári," segir í Morgunkorninu. „Óvissan um hvenær það komist í gang er fremur á þann veginn að það gæti dregist um einhver misseri í viðbót. Hins vegar er ætlunin að framkvæma þetta skref nokkuð hratt þar sem erfitt verður að hafa stjórn á þeim glufum sem myndast þegar farið verður af stað með það. Hins vegar teljum við mestar líkur á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við framangreinda áætlun." Þá segir að lífeyrissjóðir munu líklega lúta strangari skilyrðum en aðrir fjárfestar um gjaldeyriskaup næstu árin. Það mun því líklega líða á löngu þar til erlendar eignir þeirra verða aftur orðnar sambærilegar við hlutfall þeirra undanfarin ár. Velta má því fyrir sér hvort það er heppilegt að áhættudreifing sjóðanna sé takmörkuð með þessum hætti. Icesave-kosningin hefur samkvæmt áætluninni ekki áhrif á hvenær fyrstu skrefin verða stigin. Hins vegar er það tekið fram að verði niðurstaðan í kosningunum sú að fella samninginn mun það líklega leiða til tafa á seinustu skrefum í fyrri hluta áætlunarinnar og seinka seinni hlutanum. Er það vegna skilyrðisins um að ríkissjóður, og í kjölfarið aðrir innlendir aðilar, geti fjármagnað sig á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent