Ekki staðið við samkomulag um bónusa 10. mars 2011 08:17 Stóru bankarnir í Bretlandi hafa ekki staðið við samkomulag, sem gert var við stjórnvöld í síðasta mánuði, um að halda kaupaukum æðstu stjórnenda bankanna í skefjum. Harðar deilur hafa blossað upp síðustu daga í Bretlandi vegna frétta af því að bankastjórar hafa verið að fá veglega bónusa. Til dæmis fékk Stephen Hester, framkvæmdastjóri Royal Bank of Scotland, 4,5 milljónir punda í viðbótarbónus fyrir síðasta ár ofan á 1,2 milljón punda árslaun og 2,2 milljón punda árlegs kaupauka. Samtals er bankinn því að borga honum 7,7 milljónir punda fyrir störf hans árið 2010, en það samsvarar um það bil 1,5 milljarði króna. Einnig fékk Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays PLC, 6,5 milljónir punda samanlagt í kaupauka fyrir síðasta ár, í viðbót við 250 þúsund punda árslaun. Þá fékk Stuart Gulliver, framkvæmdastjóri HSBC, 6,2 milljónir punda í kaupauka og laun samtals. Verkalýðsfélög í Bretlandi hafa gagnrýnt þetta harðlega. "Meðan allir aðrir hafa áhyggjur af því að greiða heimilisreikningana, þá eru þessir menn að telja seðlabúntin sín," segir Len McClusky, framkvæmdastjóri verkalýðsfélagsins Unity. - gb Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stóru bankarnir í Bretlandi hafa ekki staðið við samkomulag, sem gert var við stjórnvöld í síðasta mánuði, um að halda kaupaukum æðstu stjórnenda bankanna í skefjum. Harðar deilur hafa blossað upp síðustu daga í Bretlandi vegna frétta af því að bankastjórar hafa verið að fá veglega bónusa. Til dæmis fékk Stephen Hester, framkvæmdastjóri Royal Bank of Scotland, 4,5 milljónir punda í viðbótarbónus fyrir síðasta ár ofan á 1,2 milljón punda árslaun og 2,2 milljón punda árlegs kaupauka. Samtals er bankinn því að borga honum 7,7 milljónir punda fyrir störf hans árið 2010, en það samsvarar um það bil 1,5 milljarði króna. Einnig fékk Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays PLC, 6,5 milljónir punda samanlagt í kaupauka fyrir síðasta ár, í viðbót við 250 þúsund punda árslaun. Þá fékk Stuart Gulliver, framkvæmdastjóri HSBC, 6,2 milljónir punda í kaupauka og laun samtals. Verkalýðsfélög í Bretlandi hafa gagnrýnt þetta harðlega. "Meðan allir aðrir hafa áhyggjur af því að greiða heimilisreikningana, þá eru þessir menn að telja seðlabúntin sín," segir Len McClusky, framkvæmdastjóri verkalýðsfélagsins Unity. - gb
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent