Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki lögbrot Karen D. Kjartansdóttir skrifar 11. mars 2011 14:18 Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins. Dómsmál Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins.
Dómsmál Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira