Aron Pálmarsson segir að íslenska landsliðið hafi spilað hræðilega í leiknum gegn Þýskalandi í dag. Ísland tapaði með ellefu marka mun, 39-28.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, baðst afsökunar á frammistöðunni í sínu viðtali og Aron gerði slíkt hið sama.
„Við vorum að elta þá frá fyrstu mínútu og þetta var bara hræðilegt hjá okkur. Ég vil nýta tækifærið og biðjast afsökunnar á þessum skandal hjá okkur."
„Við urðum okkur til háborinnar skammar með þessari frammistöðu í dag en við vorum að spila eins og hálfvitar. Við ætluðum að koma til baka í seinni hálfleik en það bara lagaðist ekkert. Við vorum bara hræðilegir."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
