Í gær réðust úrslitin í einstaklingskeppni í keilu í karla og kvennaflokki. Dagný Edda Þórisdóttir varð Íslandsmeistari í kvennaflokki og Hafþór Harðarson í karlaflokknum.
Karen Rut Sigurðardóttir og Dagný léku til úrslita og sigraði Karen í fyrsta leiknum 169-156. Dagný svaraði með því að vinna næstu tvo leiki 226-221, 199-179.
Hörður og Róbert Dan Sigurðsson léku til úrslita í karlaflokknum og Hörður tryggði sér titilinn með því að vinna tvo leiki, 187-170 og 257-211.

