Gennaro Gattuso var skúrkurinn þegar AC Milan tapaði á móti Tottenham í Meistaradeildinni á dögunum en hann var hetja liðsins í 1-0 sigri á Juventus í ítölsku A-deildinni í kvöld.
Gattuso skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu leiksins þegar hann kom Gianluigi Buffon, markverði Juventus, á óvart með óvæntu skoti.
AC Milan náði með þessum sigri átta stiga forskoti á nágranna sína í Internazionale sem eiga leik inni á móti Genoa á morgun. AC Milan liðið er búið að vinna fjóra deildarleiki í röð og hefur ekki tapað í deildinni í ellefu leikjum eða síðan 18. desember.
Þetta var fyrsta mark Gennaro Gattuso á tímabilinu í 31 leik í öllum keppnum og jafnframt fyrsta mark hans í ítölsku deildinni síðan 23. janúar 2008 eða í rúm þrjú ár.
Juventus-liðið tapaði þarna í sjöunda skipti í síðustu ellefu leikjum og liðið situr nú í 7. sæti deildarinnar heilum tuttugu stigum á eftir AC Milan.
Gennaro Gattuso hetja AC Milan í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn




Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti

Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti