Louis van Gaal mun hætta sem knattspyrnustjóri Bayern München í lok tímabilsins en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.
Van Gaal fundaði í dag með þeim Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóra félagsins, ásamt öðrum forráðamönnum þess.
Niðurstaða þess fundar var að van Gaal myndi láta af störfum í lok tímabilsins en ástæðan er sögð vera óeining um framtíðarstefnu liðsins.
En jafnframt verður nú öll áhersla lögð á að ná „lágmarksmarkmiðum" félagsins á núverandi leiktíð eins og það er orðað í fréttinni.
Bayern er í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og tapaði á dögunum fyrir Schalke í undanúrslitum bikarsins. Liðið hefur þar að auki tapað tveimur deildarleikjum í röð - nú síðast fyrir Hannover um helgina, 3-1.
Bayern er þó í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Inter í fyrri leik liðanna sem fór fram í Mílanó.
Van Gaal hættir í lok tímabilsins
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn



Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn


Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

