Guðni Níels Aðalsteinsson, einn þeirra sem SFO, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, handtók í morgun í tengslum við rannsóknina á Kaupþingi hefur látið af starfi hjá fjármálaeftirlitinu.
Greint var frá því í dag að Guðni væri starfsmaður fjármálaeftirlitsins og hefði ráðið sig þangað eftir að Kaupþing fór í greiðsluþrot. Samkvæmt heimildum Vísis starfaði Guðni um þriggja mánaða skeið hjá breska fjármálaeftirlitinu á síðasta ári en lét af störfum fyrir áramót. Guðni er einn þeirra sjö manna sem handteknir voru í Bretlandi í morgun. Tveir aðrir voru handteknir á Íslandi.
Vísir hefur verið að reyna að ná tali af breska fjármálaeftilitinu vegna málsins en þar á bæ fást einungis þau svör að stofnunin tjái sig ekki um einstaka starfsmenn.
Guðni hættur hjá breska fjármálaeftirlitinu
