Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi varð í dag heimsmeistari í svigi karla á HM í alpagreinum sem lauk þar með í Þýskalandi í dag.
Þetta voru fyrstu gullverðlaun Frakka í greininni í meira en þrjá áratugi en Grange var einnig fljótastur eftir fyrri ferðina.
Jens Byggmark frá Svíþjóð fékk silfur og Ítalinn Manfred Mölgg brons.
Þetta voru fyrstu gullverðlaun Grange í heimsmeistarakeppni í einstaklingsgrein en hann hlaut brons í svigi á HM í Svíþjóð árið 2007.
Austurríkismenn fengu flest gullverðlaun á mótinu eða fjögur talsins en þau komu öll í kvennaflokki. Frakkar fengu tvenn gullverðlaun en Ítalía, Bandaríkin, Slóvenía, Kanada og Noregur ein hvert.
Grange fagnaði sigri í sviginu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti