Sundsamband Íslands fagnar 60 ára afmæli sínu í dag og er vel við hæfi að sundþing sé sett á þessum merka afmælisdegi sambandsins.
Það verður mikið um að vera á þinginu og alls munu 46 einstaklingar verða heiðraðir á þinginu.
Í tilefni tímamótanna mun verða útnefndur heiðursfélagi SSÍ og 15 einstaklingar munu fá gullmerki sambandsins fyrir gifturíkt starf á vettvangi sundhreyfingarinnar. 28 einstaklingar munu síðan fá silfurmerki.
Heildarvelta Sundsambandsins á síðasta ári var 26 milljónir króna og hagnaður örlítill. Tveggja mílljóna króna tap var á rekstri sambandsins árið 2009.
Vísir óskar Sundsambandinu til hamingju með daginn.
Stórafmæli hjá Sundsambandinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
