Gylfi Sigurðsson og félagar hans í þýska liðinu Hoffenheim töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Mainz í dag. Gylfi kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks. Mainz komst yfir á 23. mínútu en Hoffenheim jafnaði á 83. mínútu. Sigurmarkið skoruðu gestirnir á 86. mínútu. Hoffenheim er í níunda sæti deildarinnar.
