Saksóknari hefur kært forvera sinn Karen D. Kjartansdóttir skrifar 27. febrúar 2011 18:45 Saksóknari í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur kært forvera sinn í starfi fyrir ærumeiðingar, en hann gegnir nú embætti varasaksóknara í Landsdómi. Deilurnar munu hafa reynt mikið á samstarfsmenn. Lögreglan fer yfir málið. Miklir erfiðleikar munu hafa verið í samskiptum þeirra Öldu Hrannar Jóhannsdóttur núverandi saksóknara efnahagsbrota hjá embætti Ríkislögreglustjóra og forvera hennar í starfi Helga Magnúsar Gunnarssonar. Helgi fór í ótímabunduð leyfi frá efnahagsbrotadeildinni í fyrra eða eftir að hann var skipaður varasaksóknari í máli Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Kunnugir segja að samskiptaerfiðleikar þeirra á milli hafi reynt mjög á aðra starfsmenn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Málið komst þó á annað stig fyrir um þremur vikum en þá kærði Alda Hrönn Helga til Ríkissaksóknara þar sem honum er gert að sök að hafa látið meiðandi og klúr fúkyrði falla um hana fyrir framan aðra embættismenn en þau ummæli mun hún telja varða við ákveðnar greinar hegningarlaga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu annast nú málið en yfirmaður rannsóknarinnar er Jón H. B. Snorrason sem reyndar hefur líka gegnt embætti saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Hvorki náðist í Öldu Hrönn né Helga Magnús í dag. Fréttastofa hafði samband við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra sem sagðist ekki getað tjáð sig um málið að svo stöddu. Landsdómur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Saksóknari í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur kært forvera sinn í starfi fyrir ærumeiðingar, en hann gegnir nú embætti varasaksóknara í Landsdómi. Deilurnar munu hafa reynt mikið á samstarfsmenn. Lögreglan fer yfir málið. Miklir erfiðleikar munu hafa verið í samskiptum þeirra Öldu Hrannar Jóhannsdóttur núverandi saksóknara efnahagsbrota hjá embætti Ríkislögreglustjóra og forvera hennar í starfi Helga Magnúsar Gunnarssonar. Helgi fór í ótímabunduð leyfi frá efnahagsbrotadeildinni í fyrra eða eftir að hann var skipaður varasaksóknari í máli Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Kunnugir segja að samskiptaerfiðleikar þeirra á milli hafi reynt mjög á aðra starfsmenn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Málið komst þó á annað stig fyrir um þremur vikum en þá kærði Alda Hrönn Helga til Ríkissaksóknara þar sem honum er gert að sök að hafa látið meiðandi og klúr fúkyrði falla um hana fyrir framan aðra embættismenn en þau ummæli mun hún telja varða við ákveðnar greinar hegningarlaga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu annast nú málið en yfirmaður rannsóknarinnar er Jón H. B. Snorrason sem reyndar hefur líka gegnt embætti saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Hvorki náðist í Öldu Hrönn né Helga Magnús í dag. Fréttastofa hafði samband við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra sem sagðist ekki getað tjáð sig um málið að svo stöddu.
Landsdómur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira