Fagnaðarefni Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2011 10:46 Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein. Katrín sagðist vilja gera nýjan samning við greinina í stað þess samnings sem rann út á árinu 2010 og enn vantar 35% upp á að stjórnvöld efni. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga, því kvikmyndagerðin gerir meira en skila til baka þeim fjármunum sem ríkið setur í kvikmyndasjóði, eins og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska menningu því við fáum í kjölfarið fleiri leiknar sjónvarpsþáttaraðir, heimildarmyndir og kvikmyndir, á íslensku, sem er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar og unga fólksins sem hér vex úr grasi. Þetta er fagnaðarefni fyrir landsbyggðina sem nýtur sama aðgengis að þessu efni og höfuðborgarbúar því allt er það sýnt í sjónvarpi. Þetta er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna því kvikmyndagerðin dregur hingað 10-20% allra ferðamanna sem til landsins koma (samkvæmt rannsóknum þar sem slíkt hefur verið kannað), auk þess að kaupa mikla þjónustu af fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þetta er fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn en ekki síður fyrir aðrar stéttir skapandi greina, því kvikmyndagerðin nýtir krafta margra þeirra,eins og leikara, rithöfunda, búninga- og leikmyndahönnuða, tónskálda og hljóðfæraleikara. Þetta er fagnaðarefni fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi því í kvikmyndagerðinni eigum við sennilega mestu tækifærin til vaxtar í hinum skapandi greinum, sem við vitum nú að fela í sér mikil verðmæti, menningarleg og fjárhagsleg. Hér skiptir því miklu að hugur fylgi máli og að hinn nýi samningur verði ekki plástur á svöðusár heldur marki endurreisn og uppbyggingu atvinnugreinar sem byggir á hugviti okkar og handverki - og skilar íslenskum menningarafurðum sem eiga markað um allan heim. Staðreyndin er að stefna þessarar ríkisstjórnar í málefnum greinarinnar er mesta áfall sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur orðið fyrir frá upphafi - og það þarf mikið til að snúa þeirri staðreynd við.Það verður öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni ef nú tekst að hindra að sá verði dómur sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein. Katrín sagðist vilja gera nýjan samning við greinina í stað þess samnings sem rann út á árinu 2010 og enn vantar 35% upp á að stjórnvöld efni. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga, því kvikmyndagerðin gerir meira en skila til baka þeim fjármunum sem ríkið setur í kvikmyndasjóði, eins og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska menningu því við fáum í kjölfarið fleiri leiknar sjónvarpsþáttaraðir, heimildarmyndir og kvikmyndir, á íslensku, sem er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar og unga fólksins sem hér vex úr grasi. Þetta er fagnaðarefni fyrir landsbyggðina sem nýtur sama aðgengis að þessu efni og höfuðborgarbúar því allt er það sýnt í sjónvarpi. Þetta er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna því kvikmyndagerðin dregur hingað 10-20% allra ferðamanna sem til landsins koma (samkvæmt rannsóknum þar sem slíkt hefur verið kannað), auk þess að kaupa mikla þjónustu af fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þetta er fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn en ekki síður fyrir aðrar stéttir skapandi greina, því kvikmyndagerðin nýtir krafta margra þeirra,eins og leikara, rithöfunda, búninga- og leikmyndahönnuða, tónskálda og hljóðfæraleikara. Þetta er fagnaðarefni fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi því í kvikmyndagerðinni eigum við sennilega mestu tækifærin til vaxtar í hinum skapandi greinum, sem við vitum nú að fela í sér mikil verðmæti, menningarleg og fjárhagsleg. Hér skiptir því miklu að hugur fylgi máli og að hinn nýi samningur verði ekki plástur á svöðusár heldur marki endurreisn og uppbyggingu atvinnugreinar sem byggir á hugviti okkar og handverki - og skilar íslenskum menningarafurðum sem eiga markað um allan heim. Staðreyndin er að stefna þessarar ríkisstjórnar í málefnum greinarinnar er mesta áfall sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur orðið fyrir frá upphafi - og það þarf mikið til að snúa þeirri staðreynd við.Það verður öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni ef nú tekst að hindra að sá verði dómur sögunnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun