Holleningurinn Arjen Robben er byrjaður að æfa á ný eftir en hann hefur ekkert spilað síðan á HM í Suður-Afríku í sumar.
Robben meiddist á vöðva aftan á læri í leik með hollenska landsliðinu en var hæstánægður eftir sína fyrstu æfingu með Bayern.
„Þetta var frábært," sagði hann. „Ég er nú aftur hluti af liðinu og hef unnið að þessu í langan tíma. Það er frábær tilfinning að æfa með strákunum aftur."
„Ég á þó enn augljóslega nokkuð langt í land og mikla vinnu framundan," bætti Robben við en hann stefnir að því að spila gegn Wolfsburg um miðjan janúar.
Robben byrjaður að æfa á ný
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
