Feldberg órafmögnuð í íslenskri ljósmyndabúð í London 6. maí 2010 08:00 Hljómsveitin Feldberg spilaði í ljósmyndaverslun Höddu Hreiðarsdóttur í Soho-hverfinu í London. Mynd/Stefán Karlsson Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kitsuné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinnar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt," segir Einar Tönsberg, annar helmingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spilar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta," segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfufélagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Hér má sjá nýtt Feldberg-myndband við lagið Sleepy sem hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson leikstýrði á dögunum. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kitsuné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinnar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt," segir Einar Tönsberg, annar helmingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spilar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta," segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfufélagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Hér má sjá nýtt Feldberg-myndband við lagið Sleepy sem hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson leikstýrði á dögunum.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira