Vátryggingafélag Íslands hf., betur þekkt sem VÍS, hefur ákveðið að styrkja sundkonuna Ragnheiði Ragnarsdóttur sem stefnir á þátttöku á sínum þriðju Ólympíuleikum í London eftir tvö ár.
VÍS og Sunddeild KR efna til kynningarfundar á föstudaginn þar sem VÍS og Ragnheiður munu undirrita samstarfs- og styrktarsamning sem verður kynntur nánar á fundinum.
Ragnheiður er í hópi fremstu afreksíþróttamanna okkar og stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í London 2012 en það ár á hún 20 ára sundafmæli. Samningurinn við VÍS mun auðvelda henni að ná markmiðum sínum og halda sér í hópi bestu sundkvenna í heimi.
VÍS styrkir Ragnheiði Ragnarsdóttur sundkonu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
