Bandaríska söngkonan Katy Perry sagði í nýlegu viðtali við útvarpsmanninn Ryan Seacrest að henni liði sem hún og unnusti hennar væru hið nýja stjörnupar. Söngkonan líkir sér og gamanleikaranum Russell Brand við Angelinu Jolie og Brad Pitt. „Mér finnst eins og ég og Russell séum nýja Brangelina nú þegar kvikmyndin hans, Get him to the Greek, verður frumsýnd. Við munum mæta á rauða dregilinn saman. Það er allt að gerast á sama tíma þessa dagana og það er mikil blessun, ef annaðhvort okkar væri ekki að vinna þá held ég að við yrðum pirruð á hvort öðru."
Nýtt ofurpar

Mest lesið






„Núna þori ég miklu meira“
Tíska og hönnun

Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni
Lífið samstarf


Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra
Tíska og hönnun
