Endurvinnur ullarpeysur 17. desember 2010 06:00 Sigríður Ásta Árnadóttir gerir stórskemmtilegar og litríkar flíkur úr gömlum ullapeysum. Fréttablaðið/Anton Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafnið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarnan í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún segist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspeglast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekkert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætlaði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. - sm Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafnið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarnan í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún segist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspeglast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekkert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætlaði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. - sm
Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira