Landsdómur þarf að velja á milli hjóna 2. nóvember 2010 06:00 Björg Thorarensen Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóminum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóminum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar. Landsdómur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóminum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóminum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar.
Landsdómur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira