Að stuðla að fjárfestingum Ólafur Stephensen skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir orðrétt að hún ætli að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum". Þetta er þar réttilega sagt ein forsenda þess að hægt verði að ná góðum og jöfnum hagvexti, sem aftur sé forsenda þess að afnema gjaldeyrishöft og lækka vexti, verja störf og fjölga þeim á ný, ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um jafnvægi í ríkisfjármálum og verja velferðarkerfið. Hvað hefur ríkisstjórnin svo gert til að framkvæma þetta lykilstefnumið sitt, að stuðla að beinum erlendum fjárfestingum? Hún hefur beinlínis lagt stein í götu útlendra fjárfesta. Magma-málið er skýrasta dæmið, þar sem ríkisstjórnin reynir að ógilda löglega gerða samninga eftir á. Þótt hver nefndin eftir aðra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að hnekkja kaupum Magma á HS orku vill annar stjórnarflokkurinn taka fyrirtækið eignarnámi og það kemur honum ekki við hvernig það verður gert, (til dæmis með því að brjóta lög, EES-samning og stjórnarskrá), bara að það verði gert. Þetta er stefna, sem er ekki sérstaklega líkleg til að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum". Ríkisstjórnin virðir ekki viðlits útlenda fjárfesta, sem henni eru ekki þóknanlegir. Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að samgönguráðuneytið hefði látið hjá líða í heilan mánuð að segja hollenzka fyrirtækinu ECA frá áliti Flugmálastjórnar um að dýrt gæti orðið og flókið að veita fyrirtækinu starfsleyfi hér á landi. Forstjóri fyrirtækisins var hingað kominn í góðri trú um að stjórnvöld myndu veita fyrirtækinu tilskilin leyfi. Þetta eru vinnubrögð sem eru ekki talin til fyrirmyndar þegar á að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum". Í skattamálum hefur ríkisstjórnin gert breytingar, sem fæla ekki eingöngu nýja erlenda fjárfesta frá landinu, heldur hafa hrakið þá sem fyrir voru burt. Í úttekt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í fyrradag kom fram að tíu erlend fyrirtæki, sem greiddu hundruð milljóna í skatta, hurfu úr landi vegna upptöku skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. Sum fyrirtækjanna fluttu aðsetur sitt til skattaparadísarinnar Svíþjóðar. Þannig varð ríkissjóður af miklum tekjum og það mistókst herfilega að „stuðla að beinni erlendri fjárfestingu". Í sömu úttekt var haft eftir hollenzkum skattasérfræðingi á vegum Marels, Pim Peters, að ef hann væri að leita að staðsetningu fyrir nýtt fyrirtæki myndi hann einna sízt beina sjónum að Íslandi, meðal annars vegna þess að skattur á arð dótturfélaga væri fráhrindandi. Þá dygði ekki að hafa lágan skatt á tekjur fyrirtækja: „Það eru til mörg lönd sem bjóða betur þótt tekjuskattsprósentan sé hærri." Þetta bendir ekki til að ríkisstjórninni hafi í þessu efni tekizt að „stuðla að beinni erlendri fjárfestingu". Stefna ríkisstjórnarinnar er býsna skýr og skorinorð. En það virðist hafa tekizt alveg afleitlega að framkvæma hana, enda er enn sem komið er mjög lítið um beina erlenda fjárfestingu eftir hrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir orðrétt að hún ætli að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum". Þetta er þar réttilega sagt ein forsenda þess að hægt verði að ná góðum og jöfnum hagvexti, sem aftur sé forsenda þess að afnema gjaldeyrishöft og lækka vexti, verja störf og fjölga þeim á ný, ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um jafnvægi í ríkisfjármálum og verja velferðarkerfið. Hvað hefur ríkisstjórnin svo gert til að framkvæma þetta lykilstefnumið sitt, að stuðla að beinum erlendum fjárfestingum? Hún hefur beinlínis lagt stein í götu útlendra fjárfesta. Magma-málið er skýrasta dæmið, þar sem ríkisstjórnin reynir að ógilda löglega gerða samninga eftir á. Þótt hver nefndin eftir aðra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að hnekkja kaupum Magma á HS orku vill annar stjórnarflokkurinn taka fyrirtækið eignarnámi og það kemur honum ekki við hvernig það verður gert, (til dæmis með því að brjóta lög, EES-samning og stjórnarskrá), bara að það verði gert. Þetta er stefna, sem er ekki sérstaklega líkleg til að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum". Ríkisstjórnin virðir ekki viðlits útlenda fjárfesta, sem henni eru ekki þóknanlegir. Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að samgönguráðuneytið hefði látið hjá líða í heilan mánuð að segja hollenzka fyrirtækinu ECA frá áliti Flugmálastjórnar um að dýrt gæti orðið og flókið að veita fyrirtækinu starfsleyfi hér á landi. Forstjóri fyrirtækisins var hingað kominn í góðri trú um að stjórnvöld myndu veita fyrirtækinu tilskilin leyfi. Þetta eru vinnubrögð sem eru ekki talin til fyrirmyndar þegar á að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum". Í skattamálum hefur ríkisstjórnin gert breytingar, sem fæla ekki eingöngu nýja erlenda fjárfesta frá landinu, heldur hafa hrakið þá sem fyrir voru burt. Í úttekt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í fyrradag kom fram að tíu erlend fyrirtæki, sem greiddu hundruð milljóna í skatta, hurfu úr landi vegna upptöku skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. Sum fyrirtækjanna fluttu aðsetur sitt til skattaparadísarinnar Svíþjóðar. Þannig varð ríkissjóður af miklum tekjum og það mistókst herfilega að „stuðla að beinni erlendri fjárfestingu". Í sömu úttekt var haft eftir hollenzkum skattasérfræðingi á vegum Marels, Pim Peters, að ef hann væri að leita að staðsetningu fyrir nýtt fyrirtæki myndi hann einna sízt beina sjónum að Íslandi, meðal annars vegna þess að skattur á arð dótturfélaga væri fráhrindandi. Þá dygði ekki að hafa lágan skatt á tekjur fyrirtækja: „Það eru til mörg lönd sem bjóða betur þótt tekjuskattsprósentan sé hærri." Þetta bendir ekki til að ríkisstjórninni hafi í þessu efni tekizt að „stuðla að beinni erlendri fjárfestingu". Stefna ríkisstjórnarinnar er býsna skýr og skorinorð. En það virðist hafa tekizt alveg afleitlega að framkvæma hana, enda er enn sem komið er mjög lítið um beina erlenda fjárfestingu eftir hrun.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun