Stuðningsmenn Manchester United og enska landsliðsins bíða nú frétta af myndatökunni af ökkla Wayne Rooney sem meiddist á lokasekúndunni í 1-2 tapi á móti Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.
Wayne Rooney snéri sig illa á hægri ökkla og veifaði strax til sjúkraþjálfara liðsins. Hann hoppaði á öðrum fæti út af vellinum og yfirgaf síðan leikvanginn á hækjum. Rooney fór ekki með liðsrútunni upp á hótel heldur í sérbíl.
Hann fer nú í myndatöku á næstu 36 tímum sem mun gefa læknum og sjúkraþjálfurum Manchester til kynna um hversu alvarlega þessi ökklameiðsli eru í raun.
Fyrirsagnir ensku blaðanna í morgun snérust aðallega um stöðuna á Rooney en úrslit leiksins voru í bakgrunni. "Versta martröð Englendinga", "Náðu þér sem fyrst" og "Biðjum saman" eru dæmi af fyrirsögnum um áhyggjur blaðanna af meiðslum Rooney.
„Hann hefur augljóslega tognað á ökkla en það er of snemmt að álykta eitthvað um þetta. Ég tel þó ekki að þetta sé mjög alvarlegt," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United strax eftir leikinn.
Það er mikil spenna í herbúðum United vegna þessa þar sem framundan er toppslagur í ensku úrvalsdeildinni á móti Chelsea næsta laugardag og þá er innan við vika í seinni leikinn á móti Bayern Munchen.
Allir bíða eftir niðurstöðunni úr myndatökunni af ökkla Rooney
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
