Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns 10. maí 2010 06:00 Eftir því sem næst verður komist beittu stjórnendur Glitnis ýmsum ráðum til að forðast að eignir Gnúps lentu í bókum bankans eftir að fyrri hluthafar fóru frá félaginu. Fréttablaðið/Hari Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert málanna sem eru í skoðun tengist fyrri eigendum Gnúps. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er líklegt að farið verði fram á gjaldþrotaskipti Gnúps á næstu vikum. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfyrirtækið sem lenti í hremmingum þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007. Félagið var annar stærsti hluthafi FL Group, sem átti um þriðjungshlut í Glitni. Þá átti Gnúpur jafnframt stóran hlut í Kaupþingi. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þegar Gnúpur lenti í greiðsluerfiðleikum í desembermánuði 2007 sneru bankarnir bökum saman og tóku þær eignir sem þeir áttu veð í með um helmingsafslætti. Þetta voru Kaupþing bæði hér og í Lúxemborg, Landsbankinn, Icebank og Glitnir. Þar af tók Kaupþing eigin bréf en lánaði Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga, tuttugu milljarða króna til kaupa á hlutabréfum Gnúps í bankanum. Þá tók stjórn Glitnis til svipaðra ráða. Bankinn lánaði Fons, félagi að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, tíu milljarða til að kaupa stærstan hluta Gnúps í FL Group. Önnur félög fengu sambærilega fyrirgreiðslu til kaupa á eignum Gnúps sem tengdust bankanum og stærstu eigendum hans. Þar á meðal fékk félagið FS37, síðar Stím, lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Þessu til viðbótar bjó bankinn til fjárfestingarfélagið Stapa og lánaði því tæpa sautján milljarða til að kaupa eignarhlut Gnúps í fasteignafélaginu Landic Properties og tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions. Einn stjórnenda Glitnis mun hafa átt frumkvæðið að því að selja Stapa til bókaútgefanda, sem var grunlaus um eignatilfærslu bankans. Eftir fall Gnúps lenti félagið í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir fall Glitnis tók skilanefnd bankans við því. jonab@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert málanna sem eru í skoðun tengist fyrri eigendum Gnúps. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er líklegt að farið verði fram á gjaldþrotaskipti Gnúps á næstu vikum. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfyrirtækið sem lenti í hremmingum þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007. Félagið var annar stærsti hluthafi FL Group, sem átti um þriðjungshlut í Glitni. Þá átti Gnúpur jafnframt stóran hlut í Kaupþingi. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þegar Gnúpur lenti í greiðsluerfiðleikum í desembermánuði 2007 sneru bankarnir bökum saman og tóku þær eignir sem þeir áttu veð í með um helmingsafslætti. Þetta voru Kaupþing bæði hér og í Lúxemborg, Landsbankinn, Icebank og Glitnir. Þar af tók Kaupþing eigin bréf en lánaði Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga, tuttugu milljarða króna til kaupa á hlutabréfum Gnúps í bankanum. Þá tók stjórn Glitnis til svipaðra ráða. Bankinn lánaði Fons, félagi að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, tíu milljarða til að kaupa stærstan hluta Gnúps í FL Group. Önnur félög fengu sambærilega fyrirgreiðslu til kaupa á eignum Gnúps sem tengdust bankanum og stærstu eigendum hans. Þar á meðal fékk félagið FS37, síðar Stím, lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Þessu til viðbótar bjó bankinn til fjárfestingarfélagið Stapa og lánaði því tæpa sautján milljarða til að kaupa eignarhlut Gnúps í fasteignafélaginu Landic Properties og tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions. Einn stjórnenda Glitnis mun hafa átt frumkvæðið að því að selja Stapa til bókaútgefanda, sem var grunlaus um eignatilfærslu bankans. Eftir fall Gnúps lenti félagið í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir fall Glitnis tók skilanefnd bankans við því. jonab@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira