Voru úrkula vonar Stígur Helgason skrifar 17. febrúar 2010 00:01 Beata átti erfitt með sig á fundi með fréttamönnum í gær og brast ítrekað í grát þegar hún rifjaði upp atburðarásina. Hún taldi hins vegar mikilvægt að segja söguna í forvarnarskyni. Fréttablaðið/Vilhelm Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira